Svanur Gísli Þorkelsson - Heimasíða

Ferðaþjónustan Green Ice Travel

HEIMASÍÐA
UM MIG
Áhugamál
Leikrit
Smásögur
LJÓÐ
Greinar
The Icelandic Conection
HAFÐU SAMBAND

Sunnudaginn 8. júní, 1997 - Ferðalög

SUÐURLAND

SUÐURLAND Ferðaþjónusta

ÍGÖMLU húsi beint á móti Hótel Selfossi er ferðaskrifstofan Green Ice Travel til húsa. Eigandi og framkvæmdastjóri hennar er Svanur Gísli Þorkelsson. Hann keypti ferðaskrifstofuna Háland á Selfossi fyrir nokkrum árum og selur utanlandsferðir með umboð m.a. frá Heimsferðum, en stofnaði síðan Green Ice Travel í september síðastliðnum.


SUÐURLAND



Ferðaþjónasta jafnt sumar sem vetur

Svanur Gísli Þorkelsson bryddar upp á nýjungum í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Helga Björg Barðadóttir heimsótti hann á Eyrarbakka og fór í leiðinni í kaffi á Selfossi og Stokkseyri.

ÍGÖMLU húsi beint á móti Hótel Selfossi er ferðaskrifstofan Green Ice Travel til húsa. Eigandi og framkvæmdastjóri hennar er Svanur Gísli Þorkelsson. Hann keypti ferðaskrifstofuna Háland á Selfossi fyrir nokkrum árum og selur utanlandsferðir með umboð m.a. frá Heimsferðum, en stofnaði síðan Green Ice Travel í september síðastliðnum. Blaðamaður hitti Svan Gísla á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka og ræddi við hann um reksturinn og stöðu ferðamála á Suðurlandi.

Green Ice Travel er ferðaskrifstofa sem hefur það að meginmarkmiði að markaðssetja og selja ferðaþjónustu á Suðurlandi. Í því skyni hefur hún fengið til liðs við sig langflesta þá aðila sem starfa við ferðaþjónustu sunnanlands. "Það eru til dæmis veitingahús, hótel, afþreyingarþjónusta, allt frá veiðileyfum og uppí flugvélar. Green Ice er umboðsaðili fyrir flugfélag Vestmannaeyja og fleiri ferðaþjónustuaðila þar. Síðan er það nánast öll strandlengjan allt frá Þorlákshöfn og austur að Klaustri," sagði Svanur.

Útvarpa upplýsingum um ferðamál

Hjá Green Ice Travel geta ferðamenn, íslenskir og útlendir, fengið upplýsingar um alla þá afþreyingu sem er í boði á Suðurlandi allt árið um kring. Í sumar verður byrjað að útvarpa frá ferðaskrifstofunni ýmsum upplýsingum um ferðamál á Suðurlandi og verða þær bæði á ensku og íslensku. "Við höfum komið okkur upp öflugri heimasíðu á alnetinu, með upplýsingum um langflesta þá aðila sem Green Ice Travel markaðssetur og erum alltaf að betrumbæta hana. Margar fyrirspurnir berast um alnetið," sagði Svanur.

Hann fer mikið á ferðakaupstefnur erlendis til að auglýsa fyrirtækið en gerir sér grein fyrir því að það tekur langan tíma að komast inn á markaðinn. "En við tjöldum ekki til einnar nætur," sagði hann.

Það er um margskonar ferðir að velja hjá Green Ice Travel, bæði dagsferðir eða lengri ferðir. "Fólk getur haft samband við okkur og komið með ákveðnar óskir um ferðalag um Suðurland og fer það svo bara eftir áhuga hvers og eins hverng ferðirnar eru uppsettar. Það getur verið gönguferð, hestaferð, safnaskoðun o.s.frv.

Rútuferðin "Þorpin þrjú og sagan" er dæmi um ferð sem tekur um 4 tíma. Ferðin hefst á Selfossi en þaðan er ekið að Þingborg og ullarvinnslan þar skoðuð. Síðan er keyrt að Stokkseyri og horft á leikþátt í Þuríðarbúð sem fjallar um lífshætti verbúðarmanna á 19. öld. Því næst liggur leiðin á Eyrarbakka, Húsið og Sjóminjasafnið skoðað og kaffi drukkið á Kaffi Lefolii. Að síðustu er horfið til nútímans og fiskverkunarhúsið í Þorlákshöfn heimsótt."

Green Ice Travel hefur milligöngu um útleigu á sumarhúsum, tjaldvögnum og bílum. "Hún er nýjung á íslenskum bílaleigumarkaði að því leyti að við tökum ekki kílómetragjald heldur ákveðið daggjald."

Svanur sagðist lengi hafa átt sér þann draum að geta boðið ferðamönnum uppá siglingu á slöngubát frá Álftavatni niður Sogið og koma að landi hjá Ferðamannafjósinu að Laugabökkum í Grafningi. En sá draumur yrði þó ekki að veruleika í bráð vegna hagsmunaárekstra við stangaveiðimenn á svæðinu.

Þróun ferðamála

En nú berst talið að þróun ferðamála á Íslandi enda hefur Svanur ákveðnar skoðanir á henni og er stjórnarmaður ferðamálasamtakanna á Suðurlandi. Hann segir að það sé ekki fyrr en á síðustu tveimur til þremur árum að hægt sé að tala um ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. "Ferðaþjónustan hér á landi er nánast sjálfsprottin og ákveðið metnaðarleysi hefur ríkt. Hún var algjörlega bundin við sumarið. Um leið og skólarnir tæmdust á vorin var þeim breytt í hótel, einhverskonar Eddu-fyrirbæri og kennarar fengu síðan vinnu sem leiðsögumenn. Þetta kom illa niður á einstaklingum sem stóðu í sjálfstæðum veitingarekstri allt árið. Þegar mest var að gera var framboð á ferðaþjónustu stóraukið og hún niðurgreidd af ríkinu. Við sem vinnum við ferðaþjónustu allt árið um kring, vitum að ferðaþjónustufyrirtæki geta ekki spjarað sig eingöngu af að þjónusta útlendinga."

Þörf á nýjum leiðum í ferðamálum

Svanur er þeirra skoðunar að leggja eigi Ferðamálaráð Íslands niður og að samgönguráðuneytið ætti að leita nýrra leiða í ferðamálum. "Samkvæmt lögum eru ferðamálasamtök innan hvers landsfjórðungs, sem öll eiga fulltrúa í ferðamálaráði. Þessi samtök hafa verið einskonar grasrótarhreyfing, eða kjaftaklúbbur áhugamanna um ferðamál. Ferðamálasamtökin þarf að gera að alvöruhagsmunasamtökum fyrir fólkið sem vinnur við ferðþjónustuna í landinu. Landsfjórðungssamtökin eiga síðan að standa að öflugum landssamtökum," segir hann.

Svanur segir að verið sé að breyta fyrirkomulaginu á Suðurlandi. "Ferðamálasamtök Suðurlands eru samtök allra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á svæðinu og hlutverk þeirra er að vera öflugur málsvari ferðaþjónustunnar þar." Hann segir það brýnt verkefni fyrir samtökin að koma sér upp ákveðinni gæðastjórnun til að tryggja að gæði ferðaþjónustunnar verði viðunandi og einnig að efla upplýsingaþjónustu, en þá þjónustu sagði Svanur vera í algjöru lágmarki um allt land.

Helga Björg Barðadóttir SVANUR Gísli Þorkelsson, fyrir utan ferðaskrifstofuna sína.



Morgunblaðið/Sigurður Fannar c2 SVANUR á sér draum um að geta boðið ferðamönnum uppá siglingu frá Álftavatni niður Sogið og að Ferðamannafjósinu að Laugabökkum.


 

 

 

Enter content here

Enter content here

Enter supporting content here