Þriðjudaginn 20. janúar, 1998 - Landsbyggðin
Sendingar nást nú
um allt Suðurland
- Útvarp Su STOFNANDI:: REPANSI
\: \:
Sendingar nást nú
um allt Suðurland
Selfossi
- Útvarp Suðurland hefur verið starfrækt síðastliðna 7 mánuði. Útsendingar hafa náðst á Selfossi og næsta nágrenni en með
tilkomu nýs sendis nást útsendingar nú um allt Suðurland, frá Sandskeiði og austur að Lómagnúpi.
Nýi sendirinn er staðsettur
á Klifi í Vestmannaeyjum og er útsendingartíðnin 96,3. Að sögn Svans Gísla Þorkelssonar útvarpsstjóra hefur útvarpið nú lokið
allri tilraunastarfsemi. "Móttökur hafa verið frábærar og við erum þessa dagana að kanna rekstrargrundvöllinn til langframa."
Svanur segist ánægður með hversu gott starfsfólk hefur ráðist til starfa, en alls starfa í kringum 30 manns við útvarpið.
Svanur
segir aðstandendur útvarpsins leggja mikið upp úr vandaðri dagskrárgerð. "Við höfum nokkra sérstöðu í útvarpsflóru landsins.
Það er mikil vinna á bak við flesta þættina þó svo að þeir séu allir í beinni útsendingu og fjölbreytileikinn er mikill,"
segir Svanur. Þessu til stuðnings nefnir hann að nú séu þættir á dagskrá sem sinni flestum þjóðfélagshópum. Dagskrárgerðin
er fjölbreytt og á fastri dagskrá má finna þætti um viðskipti, landbúnað, andleg málefni og menningu. Einnig er útvarpað beint
frá tónleikum og messuhaldi.
"Útvarp Suðurland er tilraun sem virðist ætla að heppnast vel og vonandi er útvarpið komið
til að vera," segir Svanur Gísli útvarpsstjóri.
Morgunblaðið/Sig. Fannar. HLUTI starfsmanna og þáttagerðarmanna Útvarps
Suðurlands, sem næst um allt Suðurland á tíðninni 96,3