Svanur Gísli Þorkelsson - Heimasíða

HEIMASÍÐA
UM MIG
Áhugamál
Leikrit
Smásögur
LJÓÐ
Greinar
The Icelandic Conection
HAFÐU SAMBAND

Í Ísnum

 

Einþáttungur

Eftir

Svan Gísla Þorkelsson

 

Persónur:

Hann

Hún

Ókunnur maður.

Karlmannsrödd.

 

Sviðið

Sviðið er afar þröngur íshellir einhversstaðar á Grænlandsjökli.

 

 

Hann

Mér er kallt

 

Hún

Já. Við erum að deyja

 

Hann

Eins og það sé einhver afsökun. Maður er alla æfina að deyja, en það þýðir ekki að manni eigi alltaf að vera svona skít kalt.

 

Hún

Mikið ertu heimskur.

 

Hann

Þú ert bara búin að missa móðinn.

 

Hún

Ég sem héllt að þú værir raunsæismaðurinn.

 

Hann

Á maður ekki að fyllast einhverri ró þegar að dauðinn horfir í augun á manni.

 

Hún

Nei, það gerist ekki fyrr en maður horfir óhræddur til baka.

 

Hann

Ertu þá að stara í glyrnurnar á honum núna.

 

Hún

(Brosir) Já ætli það ekki. Allavega er ég ákaflega róleg.

 

Hann

Fari það í helvíti. Djöfull er kallt. Eigum við ekki að syngja eitthvað.

 

 

Hún

Ég get ekki sungið meira.

 

Hann

(Byrjar að blístra en getur það ekki) Geturðu þá ekki komið nær.

 

Hún

Til hvers.

 

Hann

Reyna að halda á hvert öðru hita.

 

Hún

Er það ekki fullreynt. Nei. Ég er tilbúin held ég.

 

Hann

Þú varst alltaf tilbúin, nema þegar að ég var tilbúinn. Þá varstu annað hvort farinn eða hreint ekki byrjuð að hafa þig til.

 

Hún

Já og allt það. Við erum búin að fara svo oft yfir þetta. Það er ekkert eftir ósagt.

 

(Þögn)

 

Hann

Á hvað ertu að horfa

 

Hún

Bara á snjókornin.

 

Hann

Þau eru allt of mörg greinilega. Eru þau ekki öll eins.

 

Hún

(Hlær) Eins! Þú gekkst í skóla var það ekki. Last bækur.

 

 

Hann

Jú mikið rétt. Bækur og blöð, allt um frost og snjó.

 

Hún

Æ góði láttu ekki svona. Það vita allir að engin tvö snjókorn eru eins.

 

Hann

Og það sérð þú núna alveg greinilega er það ekki.

 

Hún

Ég sé að þetta er búið.

 

Hann

Er ekkert sem skiptir máli lengur.

 

Hún

Það sem skiptir máli, kemur okkur ekki lengur við.

 

Hann

Þú ert sem sé búin að gefast upp.

 

Hún

Þetta er ekki einu sinni spurning um uppgjöf, heldur að horfast í augu við það sem er.

 

Hann

Er þér ekki lengur kalt.

 

Hún

Auðvitað er mér kalt. Sérðu ekki að ég er að deyja úr kulda.

 

Hann

Er ekki sagt að hugurinn sé það fyrsta sem fer.

 

Hún

Það er svo margt sem er sagt.

 

Hann

Mér finnst ég aldrei hafa hugsað skýrar.

 

Hún

Það er örugglega merki þess að hugurinn er að fara.

 

Hann

Sem þýðir að allt þetta getur bara verið blekking.

 

Hún

Ég er þreytt. Ég vil ekki að tala meira.

 

(Það heyrist marra í snjónum fyrir ofan þau)

 

Hann

Hvað er þetta.

 

Hún

Hvað.

 

Hann

Þetta hljóð

 

 

 

Hún

Hvaða hljóð, ég heyri bara í vindinum.

 

Hann

Nei, ég heyrði eitthvað.

 

Hún

Hugurinn er að fara eins og ég sagði.

 

Mannsrödd

(Í fjarlægð) Halló, er einhver þarna.

 

Hann

Heyrðir þú þetta ekki

 

Hún

(Hrópar af veikum mætti) Halló, við eru hér.

 

Hann

(Hrópar líka) Heyrirðu í okkur. Halló.

 

Mannsrödd

(Nálgast) Halló, er einhver hér.

 

Hún

(Hrópar hærra) Halló, Halló.

 

Hann

(Hrópar hás) Við eru hér.

 

Mannsrödd

(Röddin fjarlægist) Halló er einhver hérna. Halló. Halló

 

 

Hann

Við erum hér. Ekki fara. Hér. (Reynir að standa á fætur)

 

Hún

Ha. Hall. (Röddin brestur)

 

Hann

(Byrjar að kjökra)

 

Þögn

 

Hún

Er hann farinn

 

 

 

Hann

(Í gegnum kjökrið) Hvað veit ég um það.

 

Hún

Af hverju grætur þú.

 

Hann

Ég er ekkert að gráta. Ég var að reyna að kalla. (Reynir aftur að kalla) Halló!

 

Hún

Hann er farinn

 

Hann

Heyrðir þú ekki örugglega í honum líka.

 

Hún

Hvaða máli skiptir það núna.

 

Hann

Þetta var ekki nein ímyndun hjá mér.

 

Hún

Og hvaða máli skiptir það.

 

Hann

(Reiður) Þú ert ekki dauð enn. Það er svona hugsunarháttur sem drepur okkur.

 

Hún

Hvað erum við eiginlega búin að vera hérna lengi

 

Hann

(Lítur á úrið sitt) Það er kominn sjötti.

 

Hún

Sjötti. Mannstu þarna þegar að þú sofnaðir og þegar þú vaknaðir aftur hélstu að þig væri að dreyma.

 

Hann

Já, hvenær var það, í gær.

 

Hún

Manstu hvað þú varst hræddur.

 

Hann

Hræddur. Hvenær.

 

Hún

Nú þegar þú vaknaðir og hélst að þig væri að dreyma.

 

Hann

Ég var ekki hræddur, bara dáldið skelkaður. Það er svo vont þegar maður veitt ekki muninn á svefni og vöku.

 

Hún

Jæja skelkaður þá. En þú varst nálægt því að örvænta.

 

Hann

Einmitt. Örvænta, Það hlýtur að hafa verið þarna rétt á eftir að þú öskraðir þig hása. Það var nú ekki gáfulegt.

 

Hún

Ég var að reyna að láta vita af okkur.

 

Hann

Já þegar vitað var að enginn var nálægur til að heyra í okkur. Þú varst bara hrædd. Viðurkenndu það bara.

 

(Þögn)

 

Hún

Ég, ég , nenni þessu ekki lengur.

 

Hann

Viltu ekki koma til mín.

 

Hún

Var raunverulega einhver þarna uppi áðan.

 

Hann

Nei það held ég ekki. Við erum grafin í fönn einhvers staðar langt upp á Grænlandsjökli.

 

Hún

En heyrðum við ekki örugglega bæði það sama.

 

Hann

Hvað heyrðir þú.

 

Hún

Mann hrópa Halló. Er einhver þarna.

 

Hann

Ég held að ég hafi bara heyrt einhvern hrópa Halló.

 

Hún

En ef þetta er eitthvað rugl, þá er það ansi svipað hjá okkur báðum og svo gerðist það líka samtímis.

 

 

Hann

Ég trúi bara ekki að við höfum verið svona nálægt því að bjargast.

 

Hún

Stundum er lífið lygilegt.

 

Hann

Djöfull ertu æðrulaus yfir þessu kona. Kannski vorum bara hársbreidd frá því að bjargast.

 

Hún

Já, kannski.

 

Hann

Viltu gera mér greiða.

 

Hún

Ég nenni ekki að færa þér kaffi elskan.

 

Hann

Aaaaa, vorum við ekki búin að ákveða að tala ekki meira um mat.

 

Hún

Kaffi er ekki matur. Hvað viltu annars að ég geri fyrir þig.

 

Hann

Viltu ekki koma. Ég held að ég vilji sofna.

 

Hún

Þú ert að deyja.

 

Hann

Ég ætla bara að sofa soldið.

 

Hún

Þá ætla ég að sofa líka.(Þau hjúfra sig upp að hvert öðru og sofna)

 

(Sviðið myrkvast en birtir svo strax aftur. Við hlið þeirra hjóna liggur maður glaðvakandi.)

 

Hann

(Opnar augun fyrst og trúir þeim varla)

Hva, hver ert þú. (Maðurinn segir ekkert en brosir breitt) Hvaðan komst þú, hvernig komstu. (Teigir sig og snertir manninn, sprettur svo til þegar að hann finnur að hann er raunverulegur og hrópar.) Hver ertu.

 

Hún

(Vaknar upp við hrópið)

Hvað, hver er þetta. Er hann raunverulegur.

 

Maður

Us suss, ekki vera hrædd. Hvað hafið þið svo sem að hræðast.

 

Hann

Eru fleiri á leiðinni.

 

Maður

Nei, ég er einn.

 

Hún

Ertu kominn til að bjarga okkur.

 

Maður

Já, til að bjarga ykkur. (Hlær)

 

Hann

Ertu á einhverju farartæki sem getur tekið okkur öll.

 

Maður

Nei. Ekki beint.

 

Hún

Nú, hvernig komstu þá.

 

 

Maður

Ég kom eins og vindurinn og smaug svo í gegnum snjóinn líkt og frostið.

 

Hann

Nú þú ert sem sé bara sameiginleg ofskynjun.

 

Hún

Eða kannski er hann dauðinn.

 

Hann

Dauðinn er ekki persóna.

 

Hún

Jæja þá persónugerfingur hans.

 

Hann

Erum við sem sagt dáin.

 

Maður

Nei, ekki alveg, en við dauðans dyr.

 

Hún

Ertu þá kominn til að taka okkur héðan.

 

 

Maður

Nei, það ætla ég ekki að gera.

 

Hann

Hvað þá

 

Maður

Hvert ætti ég svo sem að taka ykkur.

 

Hann

Nú, þangað sem dáið fólk fer.

 

Maður

Það fer ekki neitt.

 

Hún

Ertu að segja að eftir að við deyjum verðum við áfram hérna.

 

Maður

Það má segja að ég sé að segja það já.

 

Hann

Mér er hætt að vera kallt.

 

Hún

Já ég veit, en samt.

 

Hann

Ertu þá bara að láta okkur vita að við séum að deyja. Við vissum það nú fyrir.

 

Maður

Nei þið bara hélduð það. Nú eftir að ég kom vitið þið það fyrir víst.

 

Hún

Ég var alveg viss.

 

Maður

Jæja þá er komið að þessu

 

Hann

(Hlægjandi) Hverju,að deyja.

 

Maður

 

Hún

Mér finnst ég vera meira lifandi en nokkru sinni eftir að við lentum hérna. Bara hress.

 

 

Hann

Ég líka. Svefninn hefur endurnært okkur.

 

Maður

Þetta er í bara dauða-tifinningin sem er að koma yfir ykkur. Dauðateigjurnar eins og sumir kalla það.

 

Hann

Það getur bara ekki verið, ég er svo fjári hress.

 

Hún

Ef þetta er að deyja, er það ekki svo slæmt.

 

Maður

Þetta er að deyja.

 

(Þögn og rýmið utan um þau hverfur)

 

Hann

Erum við dáin.

 

Maður

 

Hann

(Hlær) Þetta er nú bara fyndið.

 

Hún

Ég ætla að prufa að klípa mig. Ef ég er dáin get ég ekki fundið til, er það. (Klípur sig, finnur ekkert, klípur sig aftur og svo hann) Finnur þú eitthvað.

 

Hann

Þetta er nú ekkert að marka. Við erum svo dofin af kulda að við finnum ekkert fyrir svona smá klípum.

 

Hún

Einmitt. Og ef við erum dáin, hvað ert þú að hangsa hér. Er ekki nóg af fólki að deyja þessa stundina sem þú átt að vera að sinna.

 

Maður

Ég er að fara. Ætlaði bara að vera viss um að þið væruð búin að átta ykkur.

 

Hann

Átta okkur. Á hverju eigum við að átta okkur.

 

Maður

Á að þið séuð dáin.

 

 

 

Hún

Bíddu nú við. Það er eitthvað í gangi hérna sem ég ekki skil. Við erum sem sagt dáin, en finnst við vera lifandi eða hvað.

 

Maður

Þið eruð dáin.

 

Hann

Auðvitað. Erum við sem sagt núna í lífinu eftir dauðann.

 

Maður

Já.

 

Hún

Og hvar er þá þarna eh, himnaríki.

 

Maður

(Hlægjandi) Afsakið, en ég fer alltaf að hlægja þegar fólk spyr að þessu.

 

Hann

Hvað er svona hlægilegt, erum við kannski ekki nógu góð fyrir himnaríki.

 

Maður

Heldurðu að þú sért á leiðinni til helvítis kannski (Hlær meira)

 

Hann

Af hverju ertu þá að hlægja

 

Hún

Heldurðu að við séum einhverjir kjánar.

 

Maður

Nei, nei, þið misskiljið þetta eins og flestir. Þið eruð ekki að fara neitt, ekki á neinn stað. Finnið þið ekki hvað allt er.....segjum óraunverulegt. Eins og í draumi..

 

Hún

Er okkur sem sagt að dreyma.

 

Maður

Nei skynjun ykkar er eins og í draumi en þið eruð dáin.

 

Hún

(Byrjar að hlægja) Veistu hvar ég var.

 

Hann

(þau standa upp og haldast í hendur) Hvar þú varst, heyrðu ég, ég sé þig og allt.

 

 

Hún

Og ég þig.

 

 

Hann

Og allt sem ég ekki vissi.

 

Hún

(Þau ganga saman af sviðinu) Og allt sem ég þráði.

 

Hann

Og allir.

 

Hún

Og allt.

 

Endir

Enter content here

Enter content here

Enter supporting content here