Varðstöðin
Einþáttungur eftir
Svan Gísla Þorkelsson
Ungur Hermaður
(Hann)
10 -12 ára gömul
stúlka (Hún)
Sviðið
Sviðið er einhverskonar
varðstöð í húsarústum sem eru sundurtættar af sprengikúlum. Sviðin grund allt í kring og það bjarmar af eldi í fjarska. Um
leið og dregið er frá springur sprengja rétt fyrir utan varðstöðina og mold og brak fellur á hermannninn sem liggur samanhnipraður
upp við einn vegginn og æpir af skelfingu. Út úr reyknum stígur grátandi ung stúlka (10-12 ára) klædd í látlausan skokk. Í
gegn um allt leikritið heyrast byssukúlur þjóta um og lenda í veggjum.
Hann
(Lítur upp og mundar riffilinn, þurkar rikið úr augunum og rýnir á stúlkuna
og æpir)
Stopp, stopp,
ef þú kemur nær skýt ég.
Hún
(Tekur eitt skref í átt að honum grátandi.) Hvers vegna viltu skjóta mig?
(Enn æpandi) Settu hendurnar á höfuðið og snúðu þér hægt í hring.
Hún
(Gerir eins og hann býður) Ah, já engin sprengja reirð um mittið eða bundin á bakið.
Þú sérð að ég er óvopnuð.
Hann
Hvaðan komstu
eiginlega?
Hún
Hvaðan kom ég. Hver er
ég. Hvað er ég að gera hér. Spurningarnar hrannast upp, ekki satt. (Hún hættir að gráta og tekur annað skerf í áttina að honum)
Hann
(Öskarar) Niður, niður á hnén. Ekki koma feti nær eða ég skýt.
Hún
(Fer niður á hnén) Svona, líður þér ekki ögn betur núna?
Hann
Það er aukaatriði.
Þetta eru bara vinnureglur.
Hún
Já einmitt bara
vinnureglur. Þú hefur þetta sem sagt að atvinnu.
Hann
Ég er hermaður.
Hún
Hvað gera hermenn?
Hann
Það er nú ýmislegt.
Hún
Ég meina, aðallega?
Hann
Þeir berjast.
Hún
Þú hefur sem
sagt fyrir atvinnu að berjast, og að drepa aðra menn?
Hann
Aðra hermenn. (Stendur varlega upp og skimar í kring um sig í leit að félögum stúlkunnar)
Ertu ein á ferð.
Hún
Ég er alltaf ein á ferð.
Hann
Settu hendurnar fyrir
aftan bak. (Skríður hægt að henni með riffilinn mundaðann. Hún gerir eins og hann
býður. Hann tekur upp plast ól og bindur hendur hennar)
Hún
Þetta er bara
vinnureglur, er það ekki?
Hann
(Kinkar kolli, leggur frá sér skotvopnið, dregur stúlkuna í var, sest niður og kveikir sér í sígarettu um leið og hann
virðir hana fyrir sér) Okkur hefur yfirsést að þetta hús hefur kjallara. Ertu búin að vera í felum hérna lengi?
Hún
Ykkur yfirsést
ansi margt.
Hann
Þú ert dugleg
við að snúa út úr spurningunum.
Hún
Þú ert duglegur
við að spyrja að því sem ekki skiptir neinu máli.
Hann
Það kann að koma þér á óvart,
en það skiptir mig máli að halda lífi. Spurningar mínar eru liður í því að kanna hvort mér stafi af þér lífshætta.
Hún
Ef það skiptir þig svona miklu
máli að halda lífi, hvað ertu þá að gera í þessu starfi. Ég héllt að hluti starfsins væri að deyja.
Hann
Það er hluti af starfi mínu að drepa
til að komast hjá því að deyja sjálfur.
Hún
Að deyja sjálfur
er þá svona óæskileg aukaverkun af starfi þínu.
Hann
Það má segja
það.
Hún
Ekki að furða
þó þú sért hræddur.
Hann
Hræðslan við að deyja er eðilegur
hluti af sjálfsbjargarhvötinni.
Hún
Þú ert sem sagt
ekki nógu hræddur.
Hann
Hvað meinarðu?
Hún
Ef þú værir hræddari við að
deyja mundir þú ekki velja þér starf sem hefur svona algengar neikvæðar aukaverkannir. Hvað þá starf þar sem aðalmarkmið starfsbræðra
þinna hinum megin við eldanna þarna eru í þínum huga bara aukaverkannir.
Hann
Hermaður verður að vera tilbúinn
til að taka ýmsar áhættur fyrir málstaðinn.
Hún
Fyrir hvaða málstað?
Hann
(Hugsi) Til dæmis
frelsið.
Hún
Eins frelsi er
annars ánauð.
Hann
Þú ert enn að
snúa út úr.
Hún
Að benda á hversu
afstæð svör þín eru er ekki útúrsnúningur.
Hann
Frelsi er ekki
afstætt
Hún
Hvers vegna segja
þá strafsbræður þínir fyrir handan það sama.
Hann
Þeir eru heilaþvegnir
Hún
En ekki þú?
Hann
Einmitt.
(Þögn)
Hún
Viltu ekki skjóta
mig núna.
Hann
Hvers vegna ætti
ég að gera það?
Hún
Vegna þess að
ég er þér mjög hættuleg.
Hann
(Hlær) Hvernig þá?
Hún
Vegna þess að ef þú heldur
áfram að tala við mig eins og þú hefur gert, muntu enda með því að drepa sjálfan þig.
Hann
Hvaða vitleysa.
Hún
Það er engin
vitleysa. Ég mun heilaþvo þig.
Hann
Þú getur ekki heilaþvegið mig. Þú ert í miklu veikari stöðu en ég. Þú ert fanginn, ekki ég.
Hún
Einmitt. Er ég
óvinur þinn?
Hann
Ég veit það ekki
enn.
Hún
Hversvegna er
ég þá hérna á hnjánum og bundinn. Hversvegna er ég fangi?
Hann
Allur er varinn
góður. Ég veit ekki nóg um þig enn.
Hún
Ég er sem sagt
svift frelsinu vegna vanþekkingar þinnar og fákunnáttu.
Hann
Það má segja
það. Í bili.
Hún
Hvernig get ég
öðlast frelsi.
Hann
Með því að fullvissa
mig um að þú sért ekki óvinur minn.
Hún
Hvernig get ég
fullvissað þig um það?
Hann
Með því að svara
spurningum mínum.
Hún
Hvernig veistu
að svörin sem þú færð séu sannleikanum samkvæm?
Hann
Ég dæmi bara
um það sjálfur.
Hún
Sem sagt frelsi
mitt er komið undir duttlungum þínum.
Hann
Já.
Hún
Drottinn minn dýri. Gott og
vel. Hvort er líklegra að ég sé stúlka sem er á ráfi um vígvöllinn í leit að heimili mínu og hafi fyrir tilviljun rekist á
þig eða að ég sé þrautþjálfaður erindreki í sálfræðihernaði sem var send hingað til að tæla þig til liðs við óvini þína.
Brosandi) Ég hallast að hinu fyrra.
Hún
Hvorugt er sannleikanum
samkvæmt.
Hann
Hver ertu þá?
Hún
Elskar þú frelsið.
Já ég geri það.
Frelsið er undir.........
Hún
(Grípur framm í fyrir honum) Svo mikið að þú ert reiðubúinn að deyja fyrir það?
Hann
Ef það er nauðsynlegt.
Hún
Er ég frjáls.
Hann
Nei þú ert fangi.
Hún
Ég get samkvæmt þínum orðum
ekki breytt neinu um hvernig þú hugsar og þú getur ekki dæmt um hvort ég segi satt eða ekki.
Hann
Greinilega ekki. Ég verð samt
að treysta eigin dómgreind.
Hún
Sem sagt ég get ekki frelsað
sjálfa mig og eina leiðin til að ég verði frjáls er að reiða mig á ást þína til frelsisins. Þess vegna bið ég um að þú skjótir
sjálfan þig í hausinn til að ég verði frjáls.
Hann
Hvað sagðir þú?
Hún
Það liggur í augum uppi að
þú heftir frelsi mitt á grundvelli þess að þú ert ekki nógu upplýstur.
Hann
Og hvers sök
er það. Þín, ekki mín. Þú segir mér ekki satt.
Hún
Hvaða máli skiptir sannleikurinn
þegar þú getur ekki greint á milli sannleika og ygi hvort eð er?
Hann
Prófaðu þá bara
að segja sannleikann ef það skiptir ekki máli hvort eð er.
Hún
Hvað viltu fá
að vita?
Hann
Hver ertu?
Hún
Ég er Guð.
Hann
(Hlær) Hvaða Guð?
Hún
Guð, það er bara
einn Guð, The God you know.
Hann
The God. Meira
að segja ensku mælandi Guð.
Hún
El Dios, Deo,
El, Allah, Gud, Guð.
Hann
Ef þú ert Guð,
er ég þá dauður eða hvað?
Hún
Það er rökrétt hugsað hjá þér
að yfirleitt mætir fólk ekki Guði sínum fyrr en það er dáið. En nei, þú ert sprelllifandi.
Hann
Já, ég héllt
það nú. Jæja og jamm svo þú ert Guð.
Hún
Ég er Guð.
Hann
Getur þú sannað
það?
Hún
Já
Hann
Ok, gerðu það
þá? Það verður gaman að sjá.
Hún
Með hverju?
Hann
Bara einhvern veginn. Ef þú
ert Guð ætti það ekki að vera nokkuð mál. Gerðu smá kraftaverk eða eitthvað.
Hún
Miðnafn mömmu
þinnar er Eva.
Hann
Hva? Hvernig
vissirðu það?
Hún
Ég er Guð. Ég
veit ýmisslegt.
Hann
Þú getur nú hafa
giskað svona vel.
Hún
Já, ég er líka
góð í því að giska.
Hann
Hvað er ég að
hugsa núna?
Hún
Um hvað þú eigir
að hugsa?
Hann
En núna?
Hún
Hamborgara
Hann
Hvernig ferðu
að þessu?
Hún
Ég er Guð og
þekki þig betur en þú þekkir sjálfan þig.
(Hristir höfuðið) Kannki er mig að dreyma.
Hún
Kemur það oft
fyrir að þú gerir ekki greinarmun á vöku og draumi?
Hann
Nei, ekki oft.
Hún
Hversvegna heldurðu
þá að þetta sé draumur.
Hann
Þetta er bara
svo ótrúlegt allt saman.
Hún
En þú þarft ekki
að trúa neinu. Vantreystirðu eigin vitum eða hvað?
Hann
Ja, ég er alls
ekki viss um hvað er að gerast.
Hún
En þú hikaðir ekki við að hneppa
mig í fjötra og svifta mig frelsi á forsendum eigin dómgreindar fyrir nokkrum mínútum og svo fullyrtirðu að þú yrðir að treysta
henni.
Hann
Ég vissi ekki
þá að þú værir Guð.Viltu ekki að ég leysi þig?
Hún
Nei, ekki fyrr en þú ert alveg
viss um að ég eigi að vera frjáls. Vissir þú að Eva er algengasta miðnafn kvenna.
Hann
Nei það vissi
ég ekki.
Hún
Vissirðu að hugsa um mat er
mest streytulosandi hugsun sem til er og að algengasti matur hermanna er hamborgari?
Hann
(Pirraður og ringlaður) Hvað ertu nú að segja. Ertu að segja að þú sért ekki
Guð.
Hún
Nei, en ég er
að sá efasemdum um það í hug þinn.
Hann
Þér hefur svo
sannarlega tekist það. Hver ertu eiginlega?
Hún
Þú vest hver
ég er. Viltu kannski fá meiri sannanir.
Hann
Ekki svona sannanir sem eru
bara blekkingar og allar útskýranlegar eftir á. Ég vill að þú gefir mér óyggjandi sannanir fyrir því hver þú ert.
Hún
Viltu ekki prufa
að skjóta mig. Ef ég er Guð lifi ég það af.
Hann
(Hugsi) En þú getur líka verið Guð og bara látist vera dauð, ekki satt.
Hún
Satt er það. Líklega er það
ekki góð hugmynd að þú skjótir mig. Kannski er bara best að þú skjótir sjálfan þig eins og ég stakk upp á áðan.
Hann
Hvernig á það
að sanna eitthvað.
Hún
Þegar þú deyrð kemstu að því
hvort ég er til eða ekki. Nú ef ég er ekki til, skiptir það ekki máli hvort eð er því þú ert dauður.
Hann
En ég verð þá
dauður.
Hún
Já, en í heimi þar sem enginn
guð er til skiptir ekkert máli lengur fyrir dauðan mann . Þú getur ekki tapað á þessu.
Hann
Er ekki synd
að drepa sjálfan sig.
Hún
Ekkert meiri
synd en að drepa aðra.
Hann
En ég drep aðra
vegna hugsjónarinnar um frelsið.
Hún
Og þú dræpir
sjálfan þig fyrir sömu hugsjón. Þú værir að frelsa mig.
Þegar þú deyrð verður sannleikurinn
augljós og sannleikurinn gerir þig frjálsan.
Hann
Getur þú ekki
bara drepið mig?
Hún
Hvernig á ég
að drepa þig.Ég er bundin.
Hann
Þú getur gert
allt sem þér sýnist, ef þú ert Guð.
Hún
Það er rétt, allt sem
mér sýnist og mér sýnist að ég geti ekki drepið þig. (Brosir)
Hann
Mig langar ekki
að deyja.
Hún
En þú sagðir mér rétt áðan
að þú værir tilbúinn að deyja ef það væri óumflýjanlegt.
Hann
Það er ekki óumflýjanlegt.
Hún
Þá höfum við
komist að því.
Hann
Hverju?
Hún
Að þú drepur vegna þess að
þig langar til þess en hefur frelsið að yfirvarpi.
Hann
Þú ruglar öllu
saman. Ég er hættur að tala við þig. Haltu þér saman.
(Rödd hennar hljómar en hún hreyfir ekki varirnar) Gott og vel. Þú vilt sem sagt að ég noti ekki munninn
við að tala við þig.
Hann
Ertu búktalari
líka.
Hún
Ég kann ýmislegt
fyrir mér. En þú ert hættur að tala við mig.
Hann
Þetta er orðið fjári óhuggulegt.
Það er eins og þú hljómir inni í höfðinu á mér. Hættu þessu.
(Talar með munninum) Eins og þér þóknast.
Hann
Ég veit satt að segja ekki
hvað ég á að halda um þig. Þú kemur sífellt á óvart. Ef þú ert Guð er enginn furða að það gengi illa hjá þér að sannfæra fólk
um að þú sért til.
Hún
Ég hef aldrei reynt af eigin
frumkvæði að sannfæra neinn um að ég sé til.
Hann
Nú, ertu ekki
að reyna að sannfæra mig?
Hún
Nei, en þú ert stöðugt að byðja
um einhverjar sannannir fyrir því hver ég er og ég hef orðið við bón þinni.
Hann
Nei, það hefurðu sko ekki gert.
Þú hefur bara ruglað mig í ríminu. Komdu bara með eina afgerandi sönnunn og þá sannfærist ég.
Hún
Og þá verður þér ljóst að þú
ert búinn að hneppa Guð í fjötra, hóta að skjóta hann og þráttað við hann af drambsemi um hluti sem þú hefur greinilega ekkert
vit á.
Hann
Ef þú ert Guð
er það allt saman bara einhver sjónhverfing.
Hún
Jæja þú mátt
velja. Hvaða kraftaverk viltu að ég geri?
Hann
Má ég velja hvað
sem er?
Hún
Hvað sem er, svo fremi sem
það hefur ekki áhrif á annað í sköpunarverkinu. Kraftaverk eru aðeins ætluð þeim sem krefjast þeirra.
Eitt verður þú samt að undirgangast
áður en ég geri kraftaverkið. Þú verður að láta af öllum efasemdum gagnvart mér og gera möglunarlaust það sem ég býð þér framvegis.
Er það samþykkt?
Hann
Það er nú ansi
stór biti.
Hún
Ertu samþykkur
þessu?
Hann
OK. Það er eins
gott að þetta verði gott hjá þér.
Hún
Þú ræður. Hvað
viltu að ég geri.
Hann
(Hugsar sig lengi um) Ég vil að þú látir stríðið enda þegar í stað.
Hún
Búið og
gert. (Skotdrunurnar í fjarska þagna og eldglæringarnar hverfa)
Hann
Hvað áttu við.
Hún
Stríðið er búið.
Hann
Búið? (Lítur í kring um sig og stendur upp smá saman fer svo að dansa hlægjandi. Um leið og hann stendur berskjaldaður kemur
byssukúla sem rífur upp á honum brjóstið og hann fellur helsærður við hlið stúlkunnar. Hann horfir á hana vantrúaður og með
skelfingu í andarslitrunum) En, en, hver ertu þá?
Hún
Þekkirðu mig ekki. (stendur
upp) Stendur ekki ritað að þú skulir ekki freysta drottins Guðs þíns?
En þú sveikst
loforðið.
Hún
Nei, það gerði
ég ekki. Fyrir þig er stríðið búið.
Hann
(Hvislar í síðasta andartakinu) Lúsifer.
(Stríðsdrunurnar hefjast aftur.)
Tjald.