Var úlfur hér?
Leikrit eftir
Svan Gísla Þorkelsson
Persónur:
Gylfi Guðmundsson Læknir
Ófeigur, maður á miðjum aldri.
Eva Hrund yngri eiginkona
Ófeigs
Einar Oddsson Geðlæknir
Linda læknaritari
Fríða (Ásta)
Sregei ungur nýbúi
Milla miðaldra nýbúi
Sasja Ungur nýbúi
Vidars Hávaxinn nýbúi
Gunna Ung kona
Jón ungur maður
Forleikur.
Sviðið er Herbergi Fríðu (Ástu) sem kemur inn með kvöldmálningu í andlitinu og klædd eins og hún sé
að koma af skemmtistað. Hún tekur til við að skipta um föt og fara í hjúkku-sloppinn taka af sér farðann og mála sig upp á
nýtt með dagfarða. Hundurinn hennar, stór úlfhundur, liggur við fætur hennar á meðan. Þessi forleikur tekur 8- 10 mínútur
og endar með því að hún fer út eftir að hafa gefið hundinum mat í skál.
Fyrsti þáttur
Sviðið er nútímaleg læknisstofa. Skrifborð, nokkrir stólar, tölva
á borðinu og sími. Skápur stendur upp við vegg og spegill á veggnum komið fyrir þannig að áhorfendur sjá beint á hann.
Gylfi
(Situr við skrifborðið, tekur upp símann, ýtir á einn takka) Þú mátt senda næsta inn.(Þögn) Hann er síðastur er það ekki? Takk
Ófeigur
(Kemur inn) Sæll, ég heit Ófeigur.
Gylfi
Gjörðu
svo vel að fá þér sæti. Hvað get ég svo gert fyrir þig?
Ófeigur
Konan
mína er varúlfur.
Gylfi
Fyrirgefðu,
hvað sagðir þú?
Ófeigur
Konan
mín er varúlfur.
Gylfi
(Brosandi) Ertu viss um að þú sért á réttum stað. Þú ættir kannski frekar að hafa tal af hjónabandsráðgjafa,
ja eða presti.
Ófeigur
Ég vissi ekki alveg
hvert ég átti að leita. En ákvað samt að leita til þín.
Gylfi
(Hlær en sér svo að manninum dettur ekki bros á vör og er augljóslega alvara) Þér er full alvara er það
ekki?
Ófeigur
Mér er
fúlasta alvara.
Gylfi
Má ég
spyrja, hvernig veistu þetta.
Ófeigur
Ég hef
séð hana breytast.
Gylfi
Og breyttist
hún í úlf?
Ófeigur
Já.
Gylfi
Alvöru
úlf?
Ófeigur
Já.
Gylfi
Ég verð að viðurkenna
að í læknisfræðinni sem ég nam var ekkert um varúlfa. Það er ekkert víst að ég geti neitt hjálpað þér. En kannski getur einhver
annar læknir það. Hvenær varðstu fyrst var við, hum, að, eh, þetta?
Ófeigur
Fyrir fáeinum dögum.
En mig er búið að gruna dáldinn tíma að ekki væri allt með feldu. Ég veit ekki hvernig þetta hefur gerst en sjálfsagt hefur
einhver bitið hana einhverntímann, örugglega einhver karlúlfur á lóðaríi.
Gylfi
Já þú segir það. Geturðu
lýst nákvæmlega fyrir mér hvernig það gerðist að þú uppgötvaðir þetta.
Ófeigur
Það var um kvöld fyrir
nokkru, við vorum að fara að sofa. Börnin okkar tvö höfðu verið eitthvað óróleg svo við leifðum þeim að kúra upp í hjá okkur.
Svo gerist það að ég heyri einhvern gauragang í kjallaraíbúðinni en þangað er fólk nýflutt inn, sem ég þekki ekki. Lætin voru
svo mikil að ég bað konuna mína að athuga hvort eitthvað gengi á. Hún fór fram úr en áður en ég vissi stökk hún upp á rúmið
og fór að ýlfra. Ég var dauðskelfdur og börnin líka. Satt að segja urðum við alveg logandi hrædd og hentumst öll upp úr rúminu
og hnipruðum okkur saman út í horni á herberginu. Þegar hún sá hversu hrædd við vorum, fór hún að tala um að hún myndi ekki
vinna okkur neitt mein, sama hvað gerðist. Um leið og hún fór að ýlfra heyrði ég að fólkið á neðri hæðinni fór líka að góla.
Á meðan hún talaði sá ég hárbrúska skjótast út undan náttkjólnum hennar á höndum
og fótum og svo fór hún að ummyndast. Áður en varði var hún orðin að úlfi sem síðan stökk út úr herberginu.
Gylfi
Og horfðu
börnin á þessi ósköp? Hvað eru þau gömul.
Ófeigur
Já og nei. Þegar að
hún byrjaði að ummyndast reyndi ég að þrýsta þeim að mér svo þau sæi ekki móður sína í þessum ham. Ég held að þau hafi ekki
heldur trúað sínum eigin augum. Þau eru bara fimm og sex ára.
Gylfi
Ja hérna. Maður hefur
nú heyrt ýmislegt um dagana, en þetta er hreint ótrúlegt. Segðu mér, ertu á einhverjum lyfjum.
Ófeigur
Hvað,
trúir þú mér ekki?
Gylfi
Þú verður nú að viðurkenna
að þessi saga er soldið ótrúleg. Fólk umbreytist ekki í aðrar skepnur, það er gjörsamlega útilokað. Fyrir því liggja óteljandi
læknisfræðilegar forsendur.
Ófeigur
Segðu
það fólkinu á neðri hæðinni.
Gylfi
Hvað meinarðu?
Ófeigur
Fólkið
á neðri hæðinni eru allt varúlfar. Það er varúlfagengi.
Gylfi
Hvernig
veistu það?
Ófeigur
Eftir að konan mín stökk
út úr svefnherberginu þarna um kvöldið heyrði ég hana snuðra um í stofunni. Ég kíkti inn í stofuna í gegn um rifu á hurðinni
og sá hana opna stofugluggann með skoltinum og inn um hann komu ekki færri en fimm úlfar. Þeir þustu svo allir ásamt henni
upp á háaloftið þar sem við erum nýbúin að innrétta svona sjónvarpsskonsu. Þar heyrði ég í þeim alla nóttina ýlfra og djöflast
og ég veit ekki hvað. Snemma um morguninn heyrði ég að þau komu niður stigan aftur en þá voru þau aftur orðin mennsk. Ég heyrði
konuna mína kveðja þau við útidyrnar og skömmu seinna heyrði ég umgang á neðri hæðinni þegar þau fóru inn til sín.
Gylfi
Sagðir
þú eitthvað við konuna þína þarna um morguninn?
Ófeigur
Já, en ég var enn mjög
hræddur eins og gefur að skilja. Þegar hún kom inn í svefnherbergið aftur voru litlu krílin sofnuð þó þau létu illa í svefninum.
Hún bara stóð og horfði á okkur í lengri tíma. Þá spurði ég hana hvað hún væri að hugsa. Hún svaraði að hún væri að íhuga
hvort hún ætti að bíta okkur öll eða ekki, eða bara mig eða bara börnin.
Gylfi
Hvar er
konan þín núna?
Ófeigur
Heima
held ég.
Gylfi
En börnin?
Ófeigur
Heima
líka, nema að þau séu úti að leika sér.
Gylfi
Hvað er
síminn heima hjá þér?
Ófeigur
631 5594
Gylfi
Er þér
sama þó ég hringi í konuna þína?
Ófeigur
Til hvers
ætlarðu að hringja í hana.
Gylfi
Ég verð að fá einhvernveginn
staðfest að þú sért ekki að spinna þetta allt saman upp. Hver er kennitalan þín?
Ófeigur
13.12.66.
33 44
Gylfi
(Slær þessu inn í tölvuna) Já ég sé að þú ert ekkert á skrá. Heyrðu? Er þér ekki sama þó ég hringi í hana.
Hvað heitir hún.
Ófeigur
Hún heitir
Eva Hrund Karlsdóttir. Það er ekkert víst að hún svari símanum. Hún var að þvo þegar ég fór út og eitthvað að stússa niðri
í þvottahúsi eins og venjulega þessa dagana.
Gylfi
(Tekur upp símann og hringir) Já góðan daginn. Er þetta Eva Hrund? (Þögn)
Ég heiti Gylfi Guðmundsson, læknir á heylsugæslunni. Hann er hjá mér hann Ófeigur maðurinn þinn. (Þögn) Nei nei, það kom ekkert fyrir hann en...(Þögn) Nei
það er ekkert að honum að ég best veit en hann bar upp við mig erindi sem ég held að þú verðir að vita um. Áttu heiman gengt
sem stendur? (Þögn) Þú getur vel tekið þau með þér. Ég er viss um að þau
munu una sér vel í leikherberginu hérna á meðan við spjöllum dálítið saman. (Þögn)
Það er erfitt að segja, en það er best að ég skýri málin þegar þú kemur.(þögn)
Já það er sem betur fer ekki langt að fara, sjáumst þá eftir. (Þögn)
Já segjum það. Blessuð. (Leggur á) Jæja hún er á leiðinni.
Ófeigur
Á ég þá
bara að býða þangað til hún kemur?
Gylfi
Jæja,
Ófeigur, hvað gerir þú annars.
Ófeigur
Ég er
járnsmiður.
Gylfi
Enmitt já. Járnsmiður.
Heyrðu, segðu mér aðeins frá börnunum þínum. Hvað heita þau?
Ófeigur
Gunna
og Jón.
Gylfi
Hvort
er eldra?
Ófeigur
Gunna.
Gylfi
Ég á sjálfur þrjú börn.
Þau eru uppkomin að sjálfsögðu. Hvað eruð þið Eva búin að vera saman lengi?
Ófeigur
9 ár.
Gylfi
Sjálfur hef ég verið
giftur í 20 ár. hefur allt gengið vel fram að þessu hjá ykkur?
Ófeigur
Bara ágætlega
þakka þér fyrir.
Gylfi
Engar
heimiliserjur eða ósætti?
Ófeigur
Aldrei
nokkur skapaður hlutur fyrr en núna þá. En hjá þér?
Gylfi
(Brosir) Heyrðu, segðu mér. Eru einhverjir ættgengir sjúkdómar í fjölskyldunni þinni sem þú veist um?
Ófeigur
Ja ég veit ekki alveg
hvað á að segja. Mamma kvartaði stundum um dofa í fingrum og hún sagði að amma hefði þjáðst af því sama. Upp á síðkastið hef
ég stundum fundið fyrir einkennilegum dofa í vinstri hendi, en það varir sjaldan lengi.
Gylfi
Líklega bara æðaþrengsli.
Það þarf ekki að vera neitt alvarlegt. Reykirðu nokkuð?
Ófeigur
Nei ekki
lengur. Hætti fyrir fimm árum.
Gylfi
Einhverjir
geðrænir sjúkdómar í fjölskyldunni?
Ófeigur
Ekkert sem heitið getur.
Afi var að vísu stundum soldið þunglyndur og hefði hann verið uppi á öðrum tímum hefði hann örugglega verið settur á Prosak
eða eitthvað annað.
Gylfi
Er það
pabbi mömmu þinnar sem þú átt við?
Ófeigur
Já Ófeigur
Afi. Ég er skýrður í höfuðið á honum.
Gylfi
Einmitt.
En föðurættin?
Ófeigur
Hvað með
hana?
Gylfi
Einhverjir
geðsjúkdómar í henni?
Ófeigur
Þú ert
sem sagt á því að ég sé eitthvað skrýtinn?
Gylfi
Ég veit satt að segja
ekki hvað maður á að halda. Það er ekki daglegt brauð hérna hjá okkur að fólk komi og kvarti yfir því að makar þeirra breytist
í villidýr? Alla vega ekki bókstaflegri merkingu.
Ófeigur
Ég kom af því að ég
vissi ekki hvert annað ég átti að leita. Ef ég hefði farið til lögreglunnar mundi hún örugglega meðhöndla þetta sem heimilisofbeldi
eða eitthvað svoleiðis.
Gylfi
En hún
hefur ekki bitið þig eða börnin fram að þessu?
Ófeigur
Nei, hún er líklega
enn að bræða það með sér hvort og hverja hún eigi að bíta.
Gylfi
Nú er ég ekki alveg
viss um hvernig þetta virkar í sögunum, en verða allir að varúlfum ef þeir eru bitnir af varúlfi?
Ófeigur
Já það held ég. En ólíkt
vampírunum verða þeir ekki að varúlfum þó þeir séu drepnir af varúlfi.
Gylfi
Ekki segja
mér að þú trúir líka á vampírur.
Ófeigur
Ég var bara að segja
þér hvenig þetta er í sögunum. Ég hef aldrei hitt raunverulega vampíru að ég held, nema þá ef það væri bankastjórinn minn.
Gylfi
Ég var að velta því
fyrir mér hvort ekki væri gott að fá hann Einar Oddsson hingað inn til okkar. Hann er með viðtalstíma hérna frá klukkan tvö og gæti verið laus.
Ófeigur
Hver er
Einar Oddsson?
Gylfi
Hann er geðlæknir. Mjög
þægilegur náungi sem gæti verið gott að hafa hérna þegar Eva kemur.
Ófeigur
Ég verð að leggja þetta
í þínar hendur eins og komið er. Ef þú telur það ráðlegt, skaltu kalla á hann.
Gylfi
Ég ætla
að bregða mér aðeins til hans og sjá hvort hann er laus.Sittu bara rólegur á meðan, ég kem að vörmu spori. (Stendur upp og fer út)
Ófeigur
(Ófeigur stendur upp og gengur um gólf. Hann staldrar við fyrir framan spegil og talar til spegilmyndar sinnar)
Hvað sagði ég þér ekki. Þeir halda bara að þú sért klikkaður. Ef hún neitar, loka þeir þig örugglega inni á geðdeild eða fara
með þig á Klepp. Og hvað ætlast þú svo sem til að þeir geri, jafnvel þó að sannleikurinn komi í ljós. Gefi henni pillur svo
hún hætti að vera varúlfur.(Hlær) Jæja maður veit aldrei. Kannski er til eitthvað ráð til við þessu. (Þögn)
Ég vona bara að þeir láti ekki loka hana inni. Kannski er bara best að láta hana bíta sig. Ef
við værum ein væri það eflaust besta lausnin. En það er bara ekki hægt að láta hana bíta börnin. Eða er það? Eiga þau
allavega ekki skilið að fá að velja?
(Það er bankað á hurðina og Ófeigur hleypur til og sest í stólinn. Hurðin opnast og í gættinni er hjúkrunarkona)
Fríða
Er hann
Gylfi ekki hérna?
Ófeigur
Hann skrapp
aðeins frá.
Fríða
Veistu
hvert hann fór?
Gylfi
Hann ætlaði
að hitta hann Einar Oddsson.
Fríða
Nú, bíddu
var hann ekki að sinna þér?
Ófeigur
Jú jú
hann bara þurfti að hafa tal af þessum Einari.
Fríða
Ég er
svo aldeilis. Jæja er allt í lagi með þig þá?
Ófeigur
Já já hann kemur örugglega
strax.(Stendur upp og bendir á hana hugsandi eins og hann þekki hana en komi henni ekki fyrir sig)
Fríða
Heyrðu,
heitir þú ekki Ófeigur?
Ófeigur
Jú jú,
Ófeigur.
Fríða
Ertu ekki
maðurinn hennar Evu?
Ófeigur
Jú, þekkir
þú hana eitthvað?
Fríða
Já, við erum saman í
saumklúbb. Hvernig hvefur hún það annars. Er hún búin að ná sér?
Ófeigur
Ná sér?
Hvað meinarðu?
Fríða
Er hún ekki búin að vera
veik upp á síðkastið?
Ófeigur
Ekki svo
ég viti. Af hverju heldurðu það?
Fríða
Alda hans Badda sagði
að hún hefði hringt og sagst vera veik. Hún hefur ekki sést vikum saman svo eitthvað hlýtur nú að hafa verið að.
Ófeigur
Alda Hans
Badda? Hver er það.
Fríða
Þú veist vel hver Alda
er, er það ekki? Við hittumst alltaf heima hjá henni.
Ófeigur
Nei ég fylgist ekki
með hvert hún Eva fer á saumaklúbbsfundi. En þessi veikindi hennar hljóta bara að vera pestin sem hún fékk í vetur. Hún er
löngu orðin góð af henni.
Fríða
Jæja, það er gott að
heyra. Ég bið allavega að heilsa henni. Ég heiti Fríða.
Ófeigur
Þú getur
heilsað henni sjálf. Hún er á leiðinni hingað núna.
Fríða
Ég rekst þá bara kannski
á hana. Gæturðu skilað til hans Gylfa að hafa samband við afgreiðsluna þegar hann kemur.
Ófeigur
Geri það.(Fríða fer og Ófeigur stendur aftur á fætur og talar við spegilinn) 9 ár. 9 ár. Og þú veist ekki einu sinni að hún er í saumaklúbb. En þetta kemur
allt heim og saman samt. Úlfar geta ekki saumað. (Hann fer að fikta við spegilinn
og kemst að því að hann er á hjörum. Þegar spegillinn opnast sér Ófeigur að skrifað er á vegginn. Hann les það upphátt.)
“Ráði holdið yfir andanum skal því refsað” (Ófeigur lætur spegilinn
aftur og um leið koma þeir Gylfi og Einar. Ófeigur tekur upp greiðu og greiðir sér í flýti.)
Gylfi
Jæja Ófeigur.
Þetta er Eeinar Oddsson geðlæknir.
Einar
Sæll
(Einar og Ófeigur takast í hendur.)
Gylfi
(Sest í sæti sitt) Ég er búinn að segja Einari utan og ofan af málinu. Hann féllst þegar á að koma.
Ófeigur
(Sest í stólinn og Einar dregur líka til stól og sest við skrifborðið.) Það er nú gott. Hún Fríða vill
að þú hafir samband við afgreiðsluna. Hún stakk inn nefinu hér áðan að leita að þér.
Gylfi
Fríða? Hver er það.
Hlýtur að vera einhver ný.(Tekur upp símann og hringir) Já, Linda. Er einhver Fríða þarna? Hún var að leita að mér áðan. (Þögn)
Nú, jæja, þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Takk. (leggur á).
Hvernig leit hún út þessi Fríða?
Ófeigur
Hún var ljóshærð, stutt
og með rauðar varir og í svona hjúkkuslopp.
Gylfi
Það kannast
enginn við hana í afgreiðslunni.
Ófeigur
Hún sagðist þekkja Evu.
Við getum spurt hana hver hún er þegar hún kemur.
Einar
Áttuð
þið langt samtal?
Ófeigur
Langt?
Nei.
Einar
Um hvað
töluðu þið?
Ófeigur
Hvað er þetta orðið
eitthvað mál. Það rak hjúkka inn nefið hérna áðan og sagðist vilja ná tali af Gylfa. Svo spurði hún hvort allt væri í lagi hjá mér og hvort ég væri ekki maðurinn
hennar Evu. Svo spurði hún hvernig Eva hefði það því hún væri með henni í saumklúbb og hún hefði ekki mætt undanfarið. Svo
bað hún mig að skila því til Gylfa að hafa samband við afgreiðsluna og fór.
Einar
Hvers
vegna varstu að greiða þér þegar við komum inn?
Ófeigur
Ég veit að þið sálfræðingar
viljið leggja einhverja merkingu í allt mögulegt. En ég var bara að drepa tímann.
Gylfi
(Síminn hringir og Gylfi tekur hann upp) Já, einmitt. (Þögn)
Já getur þú litið eftir þeim á meðan. (þögn) Ok, vísaðu henni bara inn.(Leggur niður símann) Eva er kominn.
(Gengur að dyrunum og opnar þær. Eva birtist í dyrunum. Einar dregur til stól við
hlið Ófeigs) Sæl Eva. Ég er Gylfi. Þetta er Einar Oddsson geðlæknir sem ég kallaði til með samþykki Ófeigs. Gjörðu
svo vel að fá þér sæti.(Tekur í hönd hennar og leiðir hana í stólinn og hún heilsar
einnig Einari)
Eva
Hvað er eiginlega um
að vera. Ertu eitthvað lasinn Ófeigur minn?
Gylfi
Það er kannski best
að ég setji þig inn í málið núna í örfáum orðum. Ófeigur kom til mín og sagði mér dálítið skrýtna sögu.
Eva
Nú, hvaða
sögu?
Gylfi
Hann sagði mér að hann
hefði séð þig breytast í úlf og að hann haldi , nei viti, að þú sért varúlfur.
(Þögn)
Einar
(Brosir) Ertu varúlfur Eva?
Eva
(Ringluð) Var úlfur? Hva, hvaða, ég meina er það einhver sjúkdómur?
Gylfi
Veistu
ekki hvað varúlfur er.
Eva
Er það
eitthvað eins og rauðu hundarnir eða svoleiðis.
Gylfi
Nei, en reyndar er til
sjúkdómur sem kallast rauðir úlfar en það er ekki það sem Ófeigur á við. Ófeigur heldur því fram að hann hafi séð þig breytast
í úlf, raunverulegan úlf. Og þegar það gerist er það kallað að verða að varúlf.
Eva
Gvuð er
það hægt að menn breytist í, í úlfa? (Lítur á Ófeig vantrúuð og svo á Einar.)
Einar
Það eru til margar sögur
af slíku, aðallega frá meginlandi Evrópu. En nú á tímum er litið á þær sögur sem þjóðsögur og nútíma vísindi telja það gjörsamlega
ómögulegt að ein tegund breytist í aðra á einu andartaki.
Ófeigur
Hvað tekur
það langan tíma fyrir fiðrildi að skríða úr púpunni?
Einar
Það er allt annað. Hamskipti
innan tegunda er vel þekkt fyrirbæri og þau taka ekki svo langan tíma.
Ófeigur
Eru varúlfar
þá ekki bara tegund út af fyrir sig?
Einar
Varúlfar eru samkvæmt
því sem ég best veit, venjulegt fólk sem breytast í úlfa þeð er að segja varúlfa ef það er bitið af öðrum varúlfi.
Ófeigur
Og Púpa
er ormur sem breytist í fiðrildi.
Gylfi
Við skulum láta líffræðina
liggja á milli hluta í bili. Getur þú ekki fullvissað Ófeig Eva, um að þú sért ekki varúlfur.
Eva
(Horfir ringluð á Ófeig) Gvuð Ófeigur, þú veist að ég elska þig af öllu hjarta en þetta finnst mér nú of
langt gengið. Heldurðu að ég sé eitthvert óargadýr?
Ófeigur
Ég veit hvað þú ert.
Þú veist hvað þú ert og þú veist að ég veit hvað þú ert.
Gylfi
Ófeigur sagðist hafa
séð þig breytast í úlf um kvöld fyrir stuttu og að þú hafir síðan hleypt inn öðrum varúlfum sem Ófeigur segir að búi á neðri
hæðinni í húsinu ykkar. Og að börnin ykkar hafi orðið vitni að þessu. Hann segir að þú hafir síðan farið með þeim upp í sjónvarpsherbergið
á loftinu og dvalist þar næturlangt í félagi við varúlfana.
Eva
Í félagi
við varúlfana á neðri hæðinni?
Gylfi
Já
Einar
Er eitthvað
satt í þessu?
Eva
Hann er örugglega að
tala um það sem gerðist á laugardagskvöldið síðasta.
Einar
Var þetta
á laugardagskvöldið síðasta Ófeigur.
Ófeigur
Já, laugardagskvöldið
síðasta. Það var fullt tungl.
Gylfi
Hvað gerðist
á laugardagskvöldið síðasta Eva?
Eva
Ég veit eiginlega ekki
hvað gerðist. En Ófeigur klikkaðist alveg upp úr þurru. Við vorum að fara að sofa, krakkarnir komnir upp í til okkar eins
og stundum gerist. Það var reyndar soldill hávaði frá neðri hæðinni og ég ætlaði að fara og kvarta en þá allt í einu triilltist hann. Hann tók krakkana og skreið með þá út í horn eins og ég veit ekki hvað.
Ég veit ekki hvað var í gangi eiginlega. Hann sagði ekki neitt svo ég fór bara fram og ætlaði að fara að hringja í einhvern,
en þá róaðist hann. Svo ég fór upp í sjónvarpsherbergi, horfði á mynd og sofnaði
þar síðan. Þegar ég kom niður snemma um morguninn var allt í lagi. Ég hef reynt að tala við hann um þetta en hann svarar mér
bara út í hött.
Ófeigur
Þú sagðist vera að hugsa
um að bíta okkur þegar þú komst niður.
Eva
Þú spurðir hvað ég væri
að hugsa og ég sagði að þú hefðir látið eins og ég væri eitthvað monster og hvort þú hefðir verið hræddur um að ég rifi ykkur
í tætlur eða eitthvað. Ég tók bara svona til orða.
Einar
Þekkir þú eitthvað fólkið
sem er flutt inn á neðri hæðina. Það er nýflutt inn er það ekki?
Eva
Ég hef
svona rétt kynnst því. Við erum með sameiginlegt þvottahús.
Einar
Hvaða
fólk er þetta?
Eva
Þetta eru nýbúar, flóttafólk
frá Bosníu. Þau tala eiginlega enga íslensku og mjög litla ensku.
Einar
Gefum okkur í smá stund
að allt sem þú segir Ófeigur sé satt. En hvað viltu að við gerum? Evu finnst greinilega mjög vænt um þig og mér sýnist það
vera gagnkvæmt. Hvað viltu að verðir gert?
Ófeigur
Það er einmitt málið.
Ég veit ekki hvað ég vil að sé gert. Það er líklega ekki hægt að lækna hana á nokkurn hátt. Mér er nokkurn veginn sama þó
hún bíti mig og ég verði að varúlfi. Það mundi leysa málin hvað mig varðar. En hvað verður þá um Gunnu og jón. Hvers eiga
börnin að gjalda að eiga varúlfa fyrir foreldra?
Gylfi
Svo þér
er aðallega í mun að börnin séu óhult?
Ófeigur
Þau eru
aðal málið.
Einar
Þú segist
ekki taka nein lyf, hvorki læknislyf né önnur.
Ófeigur
Það er
rétt. Aldrei snert dóp af neinu tagi.
Einar
Hvað borðaðir
þú á laugardaginn?
Ófeigur
Hvað áttu við? Bara
þetta venjulega, morgunmat, snarl í hádeginu og svo kvöldmat.
Einar
Og þú
borðaðir bara heima hjá þér?
Ófeigur
Já, hvaða
máli skiptir hvar ég borðaði.
Einar
Kannski ekki hvar, heldur
hvað gæti skipt máli. Hver eldaði kvöldmatinn?
Eva
Ég eldaði.
Róstbíf með kartöflum og villisveppum.
Einar
Villisveppi.
Einmitt. Og hvar fékkstu villisveppina?
Eva
Það vill
nú svo til að fólkið á neðri hæðinni gaf mér þá.
Ófeigur
Nú, það
vissi ég ekki.
Einar
Veistu
nokkuð hvers konar sveppir þetta voru?
Eva
Hvað er með þessa sveppi.
Þetta voru bara venjulegir villisveppir.
Einar
Borðuðu
allir í fjölskyldunni sveppina?
Eva
Hva, hvernig vissirðu
það. Það var bara nóg fyrir einn þegar allt kom til alls. Þú veist hvað verður lítið úr svona sveppum við steikingu. Þetta
virtist fyrst vera nóg fyrir alla en svo varð þetta að engu. Bara nóg fyrir Ófeig. Krakkarnir eru ekkert hrifnir af sveppum
hvort eð er.
Einar
Haldið þið að það sé
hugsanlegt að sveppirnir hafi verið eitraðir. Sumir sveppir innihalda efni sem virkar eins og ofskynjunarlyf. Er mögulegt
Ófeigur að það sem þú sást á laugardagskvöldið síðasta hafi verið ofskynjun.
Ófeigur
Ofskynjun?
Gylfi
Þetta er alveg rétt
hjá Einari. Allt sem þú lýsir að hafi gerst kemur heim og saman við heilatruflanir af völdum eiturefna. Þar liggur úlfurinn
grafinn ef svo má að orði komast. (Brosir breitt)
Einar
Er eitthvað annað líklegra?
Eitthvað annað sem bendir til þess að þessi úlfakreppa þín hafi verið raunveruleg?
Ófeigur
Ég sá það sem ég sá
og heyrði það sem ég heyrði. Það var hvorki draumur eða ofskynjun. Ég er viss um það.
Gylfi.
Við getum tekið úr þér
blóðsýni og athugað hvort við finnum einhverja leifar af eiturefnum í því. Venjulega leynir það sér ekki.
Ófeigur
Bara til að sanna að
það hafi ekki verið sveppirnir er ég til í það.
Gylfi.
Við skulum þá vinda
okkur í það. Það tekur nokkra daga að fá niðurstöðurnar. Í milli tíðinni legg ég til að þið farið heim og látið sem ekkert
hafi í skorist.
Eva
Gvuð, haldiði
að sveppirnir hafi verið...Gvuð hvað hefði gerst ef börnin hefðu borðað þá líka...Gvuð...(grípur
fyrir munn sér)
Ófeigur
Hver er
Fríða?
Eva
Fríða?
Hvaða Fríða?
Ófeigur
Ég hitti konu hérna
áðan sem sagðist þekkja þig og sagðist heita Fríða. Þú ert með henni í saumklúbb.
Eva
Saumaklúbb. Hvaða saumaklúbb.
Ég þekki enga Fríðu og ég sauma ekki.
Gylfi
Þetta er greinilega
einhver huldukona Ófeigur. Það kannast enginn við hana.
Ófeigur
Ég sá
hana nú samt. Og hvernig vissi hún þá hvað ég hét.
Einar
Ég held að þú ættir
að fá forgang á þetta blóðsýni Gylfi. Eitrið gæti verið virkt enn þá.
Gylfi
Já við skulum gera það.
Ég ætla að byðja hana Eiríku að taka úr þér blóðið og til þess þarftu að fara inn á stofuna hér neðar á ganginum. Einar vilt þú ekki vísa þeim þangað. Þið komið svo aftur þegar því er lokið.
Einar
Jú
alveg sjálfsagt. Viljið þið ekki koma með mér. (Opnar hurðina)
Ófeigur
Til hvers á hún að koma
með? Ætlið kannski að taka blóð úr henni líka.
Gylfi
(Liftir upp símanum og hringir um leið og hann talar) Nei, allavega ekki starx. Við skulum sjá hvað kemur
út úr þinni prufu fyrst. Hún verður þér bara til trausts og halds á meðan. Þakka þér fyrir Einar. (Brosir. Þau fara. Gylfi í símann) Já Eiríka, ég er að senda þér mann sem heitir Ófeigur. Það þarf
að taka úr honum blóðsýni sem ég þarf að fá svo greint prontó. Ég sendi þér spekkin um hæl í emaili. (Þögn) Já á leiðinni. Takk. (Gylfi hringir aftur) Linda.
Eru börnin þarna enn. (Þögn) Já auðvitað. Getur þú komið með þau til mín, strax? (Þögn)
Foreldrarnir eru í blóðprufu og koma svo aftur hingað. Mig langar aðeins að eiga við þau orð áður en þeir koma. (þögn)
já. Takk kærlega. (Hann hefur varla sleppt orðinu þegar hurðin opnast og inn
kemur Fríða. Hún hleypur um háls Gylfa og kissir hann. Þegar kossin endar ýtir hann henni frá sér) Svona svona, hægann
nú Ásta mín. Það er fólk á leiðinni til mín.
Ásta
Nú, voru
þau ekki að fara.
Gylfi
Nei, ég
er ekki laus enn. Komst þú hérna áðan?
Ásta
Já mér brá alveg svakalega. það sat hérna maður sem ég héllt að þekkti mig.
Gylfi
Af hverju
hélstu það?
Ásta
Ég kannast aðeins við
konuna hans. Hún lá með mér þegar ég átti Ernu.
Gylfi
Og þú sagðist heita
Fríða og vera hjúkka. Það var ekki mjög gáfulegt.
Ásta
Nú ég kom í sloppnum
eins og þú baðst um og svo þegar ég sá að hann þekkti mig sagðist ég heita Fríða og þvældi svo eitthvað um að ég þekkti konuna
hans frá saumaklúbbi sem við værum báðar í. En ég er viss um að það hefur ekki neina eftirmála, nema ef hann fer að velta
fyrir sér þessu með veikindin.
Gylfi
Hvaða
veikindi?
Ásta
Æ, ég var í svo miklu
hjúkkustuði að ég skáldaði eitthvað um að hún hefði ekki mætt í saumaklúbinn vegna veikinda.
Gylfi
Konan hans er komin
hingað líka. Þú verður að gæta þess að þau sjái þig ekki. Drífðu þig bara heim og við sjáumst eftir vinnu.
Ásta
Kemurðu
örugglega.
Gylfi
Jóna er að fara á samkomu.
Ég hringi á eftir í hana og segist þurfa að vinna og komist ekki. Vona að Guðmundur í Sannleikanum fyrirgefi það eins og venjulega.
Ásta
Baæ
(Gefur Gylfa fingurkoss og fer)
(Smá tími líður sem Gylfi notar til að senda tölvupóst. Brátt birtist Linda)
Gylfi
Hvar eru
börnin?
Linda
Ég var á leiðinni með
þau til þín. Þá kom mamma þeirra og sagðist vera að fara og ætla að taka þau með. Ég átti einskis úrkosta en að láta hana
hafa þau.
Gylfi
Æ þar fór í verra. Ég
var að vonast til að eiga við þau eitt orð einsömul.
Linda
Er þetta
eins og mig grunar?
Gylfi
Er hvað
eins og þig grunar?
Linda
Er þetta
barnaofbeldismál?
Gylfi
Það held
ég varla.
Linda
Það hlýtur að þurfa
að gera eitthvað í þessu samt. Það var alveg fyrir tilviljun að ég veitti umbúðunum athygli.
Gylfi
Hvað ertu að tala um
kona. Hvaða umbúðum veittir þú athygli.
Linda
Nú umbúðunum sem þau
hafa bæði á vinstri handlegg. Þau hljóta að hafa stóran og hættulegan hund á heimilinu. Ég kíkti undir umbúðirnar sem þau
voru bæði með ljót og nýleg tannför eftir stóra skeppnu.
Gylfi
Þú hefðir
betur tilkynnt mér þetta strax.
Linda
Ég héllt að þetta væri
ástæðan fyrir því að foreldrarnir komu að finna þig.
Gylfi
Ekki minnast
á þetta við nokkurn mann. Get ég treyst því?
Linda
Auðvitað.
(fer)
Gylfi.
(Grípur símann og hringir) Eiríka? Já blessuð aftur, er Ófeigur enn hjá þér? (Þögn) Nú ansi varstu snögg að þessu. (Þögn) Jæja. Það
er bara svona. Ég á ekki orð.(Þögn) Var hann hræddur? (Þögn) Jæja, ég skal sjá um þetta. Ég reyni að ná í hann seinna. Takk.
(Gylfi gengur að dyrunum og læsir þeim. Gengur síðan að skáp og tekur út úr honum litla svipu. Hann
fer úr skirtunni og gengur að speglinum. Tekur spegilinn frá og byrjar að híða sjálfan sig. Við hvert högg hefur hann yfir
setninguna sem stendur á veggnum.)
“Ráði
holdið yfir andanum skal því refsað”
Annar þáttur
Gerist í stofu/borðstofu á
heimili þeirra hjóna Ófeigs og Evu um kvöldið eftir heimsókina til læknanna. Stofan er vel búin, með stórum glugga á vinstri
hlið. Hægra megin séstí stiga sem liggur upp á loftið. Elhús er hægra megin,
og gangur til útidyra. Þrjár hurðir sjást, ein inn í svefnherbergi þeirra hjóna,
önnur inn í barnaherbergið og sú þriðja inn á baðherbergið
Ófeigur
(Kemur út úr barnaherberginu og heldur á barnasögubók.) Jæja.
Eva
Eru þau
þá sofnuð?
Ófeigur
Já ég var varla byrjaður
að lesa þegar þau duttu útaf. Rauðhetta rétt að leggja af stað inn í skóginn.
Eva
Það kemur mér ekki á
óvart. Þetta er búinn að vera langur dagur hjá angakrílunum.
Ófeigur
(Sest í sófann og byrjar að glugga í bók) Áttu kaffi?
Eva
(Kemur með kaffbolla handa Ófeigi og sjálfri sér og sest niður í einn stólinn) Hvað ertu að lesa?
Ófeigur
Þetta er bók sem ég
fann á bókasafninu. Ég fór þangað seinni partinn. Hún er um varúlfa.
Eva
Uss það er ekkert að
marka það sem stendur í öllum þessum bókum. Engin þeirra er til að mynda skrifuð af varúlfi. Hvað langar þig til að vita sem
þú veist ekki nú þegar?
Ófeigur
Ja. Til
dæmis hvernig eigi að verjast þeim.
Eva
Það
getur nú verið erfitt.(Brosir)
Ófeigur
Og greinilega ómögulegt
fyrir börn. Þú ákvaðst að bíta þau ekki satt. Voru þau ekki hrædd?
Eva
Ég gerði það á meðan
þau sváfu síðast liðna nótt. Þau fundu ekki einu sinni fyrir því.
Ófeigur
Það er
skrýtið. Þetta eru nú engin smá tannför.
Eva
Um leið og við býtum
rennur deyfiefni sem framleitt er í munnvatnskirtlunum í sárið svo bitið verður sársaukalaust með öllu og því fylgja aðeins
smá eymsli eftir á.
Ófeigur
Þetta
hef ég nú aldrei heyrt um.
Eva
Það er
svo margt sem þú veist ekki.
Ófeigur
Er það satt að það sé
aðeins hægt að drepa varúlf með því að skjóta hann með silfurkúlu?
Eva
Varúlfar hafa verið
til miklu lengur en byssur og þeir hafa verið ofsóttir og drepnir af mannfólkinu
á einhvern hátt frá upphafi.
Ófeigur
Hvernig
kom þetta þá til með silfurkúluna?
Eva
Silfur er ban-eytrað
fyrir Varúlf og komist það í blóð hans býður hans ekkert nema dauðinn.
Ófeigur
Og hvað ætlastu svo
fyrir. Þú ert búinn að býta börnin, er ég þá ekki næstur?
Eva
Ég veit það ekki enn.
Ég get ekki ákvaðið mig með það alveg eins og stendur. Það gæti verið heppilegra fyrir okkur öll að þú haldir áfram að vera
algjörlega mennskur.
Ófeigur
Segðu mér, hvað verða
börn sem algjörlega mennskur maður getur með varúlfs ynju.
Eva
Þau verða
varúlfar.
Ófeigur
Hvað eru
eiginlega margir varúlfar í landinu?
Eva
Það veit
enginn.
Ófeigur
Er enginn,
hvað það nú heitir, yfirúlfur?
Eva
Nei, enginn sem er yfir
öllum. Hver hópur hefur samt sinn foringja.
Ófeigur
Og hver
er foringinn þinn?
Eva
Vidars.
Ófeigur
Er það
þessi stóri?
Eva
Já.
Ófeigur
Og verður
þú að gera hvað sem hann segir?
Eva
Nei, en
það gilda samt ákveðnar samskiptareglur.
Ófeigur
Hvaða
samskiptareglur.
Eva
Við skilum bara segja
að á meðan við erum dýr högum við okkur eins og dýr.
Ófeigur
Hvernig er það með hamskiptin.
Getið þið ráðið því alveg hvenær þið breytist?
Eva
Við getum það hvenær
sem við viljum en breytumst alltaf á 29 daga fresti hvort sem það er heppilegt eða ekki. Hjá flestum varúlfum fylgir það fullu
tungli eins og tíðahringur kvenna gerði líka í margar aldir áður en ýmiss menningaráhrif náðu að rugla hann.
Ófeigur
Hvernig stendur á að
svona lítið er vitað um ykkur. Þessi bók sem á að vera um Varúlfa minnist ekki á neitt af þessu.
Eva
Það eru miklir fórdómar
gagnvart varúlfum. Við eru eins og heiti okkar gefur til kynna álitnir vargar og hættulegir mönnum og búpeningi. Það er satt
að við verðum að borða eins og aðrir og til þess er búfénaður ekki satt. En við ráðumst ekki á fólk til að éta það. Það gerist
aðeins í varnarskyni og til þess að fjölga í stofninum.
Ófeigur
Getið
þið ekki fjölgað ykkur án þess að bíta mannfólkið.
Eva
Þetta er soldið flókið
mál. Ég er bara nýorðin varúlfsynja eins og þú veist og veit þess vegna ekki allt alveg nákvæmlega. En ef við mundum bara
halda okkur við fjölgun innan hópsins mundu úlfagenin fljótlega ná yfirhöndinni og við yrðum bara venjulegir úlfar á nokkrum
kynslóðuym. Þess vegna þarf að halda manngenunum í okkur við með því að bíta mannfólk af og til. Mér er sagt að það hafi oft
komið fyrir að heilu varúlfahjarðirnar hafi hreinlega horfið af því að það náðist ekki í mannfólk til að býta.
Ófeigur
Og þú hefur sem sagt
ákveðið að leggja starx þitt af mörkum í þessu efni með því að bíta börnin okkar.
Eva
Ég gat ekki hugsað mér
að þau mundu alast upp í stöðugum ótta við mömmu sína. Eina leiðin til að þau mundu skilja var að þau reyndu þetta sjálf.
Ófeigur
Hvað hafast
þá varúlfar að á meðan þeir eru úlfar.
Eva
Þeir eru bara úlfar,
sofa mikið, veiða sér til matar,eðla sig og móka og góla.
Ófeigur
Hvað veiðið
þið hér í bænum, villiketti eða hvað.
Eva
Nei, þeir sem búa í
borgum eða bæjum veiða ekkert nema þegar þeir taka sér frí til að fara á veiðar úti í náttúrunni. Við erum t.d. búin að skipuleggja
ferð austur á firði á hreindýr í haust.
Ófeigur
En hvað
með mig?
Eva
Við vorum einmitt að
ræða það í morgun hvað ætti að gera með þig. Milla vill láta bíta þig en bæði Sergei og Sasja eru á móti því, alla vega á
meðan þú ert enn tilbúinn að búa með okkur börnunum án þess að fríka út yfir þessu. En það er ég sem ræð þessu alfarið.
Ófeigur
Og hef
ég ekkert um þetta að segja?
Eva
Það getur vel verið
að þú hafir eitthvað um þetta að segja en eftir að búið er að býta þig muntu bara vera glaður. Enginn varúlfur óskar þess
að vera það ekki.
Ófeigur
Nú, hvað
er svona briljant við að vera varúlfur.
Eva
Það fylgja því fjölmargir
kostir en þetta er fyrst og fremst spurning um lífsstíl.
Ófeigur
Lífsstíl?
Eva
Já, allir varúlfar hafa
það mjög gott svo fremi sem enginn veit að þeir eru varúlfar. Og nú á dögum trúa fæstir að það sé mögulegt. Þú sást nú hvernig
fór fyrir þér í dag.
Ófeigur
Já og þú áttir stórleik.
Hvað er það sem gerir þá svona sérstaka.
Eva
Fyrst
og fremst lyktarskynið.
Ófeigur
Hvað með
það.
Eva
Það segir manni algjörlega
hvað er í gangi hjá þeim sem við um umgöngumst. Við finnum lykt af öllu. Í hjá lækninum dag fann ég greinilega lyktina af
greddunni í honum, og skömmini sem hann hefur á sjálfum sér, óttanum í þér, sjálfsánægjunni hjá þessum Einari og svo af andúðinni
hjá stelpunni í afgreiðslunni þegar ég náði í krakkana til hennar. Kannski hefur hún séð umbúðirnar á þeim og dregið sínar
ályktanir.
Ófeigur
Það er aldeilis. Já
ég get séð hvernig hægt er að gera sér mat úr svona upplýsingum.
Eva
Við gerum það óspart.
Það vekur engar grunsemdir núna eftir að þeir fóru að kenna það sem þeir kalla tilfinningagreind og innsæi.
Ófeigur
Það hljóta samt að vera
einhverjar down hliðar á málinu, er það ekki?
Eva
Ekki svo ég geti séð.
Þetta var víst alveg ömurlegt þega fólk trúði á að við værum til. Allir sturlaðir af hræðslu ef þeir sáu eitthvað. En núna
er þetta miklu betra. Allt má skýra á eðlilegan hátt og hjálpa til að viðhalda forréttindum okkar.
Ófeigur
Hvaða
forréttindum?
Eva
Ef allir væru Varúlfar
mundi til dæmis þefskynið ekki veita okkur neitt forskot eins og það gerrir.
Ófeigur
Segðu mér eitt. Hvers
vegna vildu þeir Sergei og Sasja ekki að yrði bitinn?
Eva
Ætli það
hafi ekki eitthvað með við samkeppnina að gera.
Ófeigur
Mig grunaði
það. Eva mín. Viltu samt lofa mér einu?
Eva
Hverju?
Ófeigur
Viltu lofa mér því að
láta mig vita ef þú ákveður að bíta mig, sko áður en þú gerir það?
Eva
Ég get alveg lofað þér
því. (Stendur upp) Ég ætla upp að horfa á sjónvarpið. Kemurðu með?
Ófeigur
(Stendur upp) Oh það er aldrei neitt í þessu djéskotans sjónvarpi.
(Þau fara bæði upp í sjónvarpsholið og sviðið myrkvast og tónlist gefur til kynna að tíminn líður.
Þegar það lýsist upp aftur er kominn annar dagur.
Þriðji þáttur
Eva er að leggja á borð fyrir tvo. Hún er upp á klædd og í aðsigi er rómantískur kvöldverður. Hún Kveikir
á kertum og Ófeigur kemur heim úr vinnu.
Eva
(Tekur á móti manni sínum með kossi) Sæll elskan. Leyfðu mér að taka af þér. (Klæðir Ófeig úr jakkanum og hengir hann upp og leiðir hann til sætis við borðið.) Svona, fáðu þér nú sæti
og láttu fara vel um þig. Má bjóða þér smá rauðvín? (Hellir í rauðvínsglas og færir
Ófeigi)
Ófeigur
Hvað stendur
eiginlega til. Er ég að gleyma einhverju?
Eva
Ég eldaði handa okkur
soldið spes kvöldverð. Krakkarnir eru niðri hjá Millu og verða þar í nótt. Liggur ekki annars vel á þér?
Ófeigur
Hvaða
dagur er í dag. Hvert er tilefnið eiginlega?
Eva
Ó ekkert sérstakt tilefni.
Það er bara orðið svo langt síðan að við höfum gert okkur dagamun saman.
Ófeigur
(Hnusar út í loftið) Umm eitthvað ilmar nú vel í eldhúsinu.
Eva
Ég eldaði
róst bíf með villisveppum. Allt tilbúið. En fyrst er það forrétturinn.(Fer inn
í eldhúsið og kemur með forréttinn og sest svo sjálf niður hellir sér í glas.)
Skál elskan.
Ófeigur
Skál. (þau dreipa á víninu) Það er naumast að það er fínt. Hvað er þetta annars. (Bragðar á réttinum) Umm þetta er gott. Hvað er þetta eiginlega.
Eva
Þetta er frauð gert
úr hreindýralifur. Ég fékk uppskriftina hjá Millu um daginn.
Ófeigur
Þetta
er hreint frábært. Skál elskan fyrir góðu kvöldi.
Eva
Skál. Heyrðu ég fór
aðeins inn í bílskúr í dag. Hvað ertu eiginlega að smíða. Hvað ætlarðu að gera við allar þessar skinnur?
Ófeigur
Þetta
eru ekki skinnur mín kæra. Þetta eru hringir.
Eva
Hringir?
Ófeigur
Já, ég
ætla að gera mér hringabrynju úr þeim.
Eva
Hringabrynju? Til Hvers?
Ertu kominn með áhuga fyrir miðalda herklæðnaði eða hvað?
Ófeigur
Ja, mér fannst að hringabrynja
gæti farið vel við skjöldinn og sverðið sem ég er búinn að smíða. Sástu það ekki líka.
Eva
Nei ég tók ekki eftir
neinu sverði eða skildi. Hvað kom eiginlega yfir þig, þú hefur nú hingað til ekki sýnt svona löguðu neinn áhuga.
Ófeigur
Leyfðu mér að sýna þér.
Ég ætla að skreppa út og ná í þetta. (Stendur upp og fer út. Eva stendur líka upp
og gengur hugsandi að glugganum sem hún svo opnar og kíkir út um. Ófeigur kemur að vörmu spori móður og másandi með stóran
skjöld og sverð.) Sjáðu þetta tókst bara nokkuð vel hjá mér finnst þér ekki?
Eva
(Tekur sverðið og skoðar það) Þetta er listasmíði hjá þér Ófeigur. Það er svo þungt. Voru sverð
svona þung?
Ófeigur
Þau hafa sjálfsagt verið
öllu léttari en þetta. Passaðu þig að skera þig ekki á því. Það er úr silfri.
Eva
(Sleppir sverðinu í skelfingu og rekur upp látt óp)
Ófeigur
(Hallar skildinum upp við borðið og sest svo við það og lætur sem ekkert sé og segir brosandi) Ef
ekki væri fyrir allann þennann matarilm gæti ég eflaust fundið lyktina af hræðslunni í þér.(Liftir glasi sínu) Skál fyrir fullu tungli.
Eva
Svo þú
tókst þá eftir því?
Ófeigur
Tók ég eftir því. Ég
hef ekki hugsað um annað undafarna daga.
Eva
(Gengur að skildinum, tekur hann upp og skoðar hann og sér að á bakhlið hans eru myndir af Jóni og Gunnu.)
Hvað, ertu búinn að líma myndir af börnunum innan á skjöldinn. Hvers vegna gerðir þú það?
Ófeigur
Ég hugsaði sem svo,
að ef ég lenti í orystu mundi það sem ég alska mest veita mér hugrekki og hvetja mig til dáða.
Eva
(Leggur frá sér skjöldinn og tekur forétts-diskana saman og fer með þá inn í eldhús og kemur út með diska með kúplum
og sest við borðið.) Hvers vegna settir þú ekki mynd af mér þarna
líka?
Ófeigur
Heyrðu það er góð hugmynd.
Er ekki best að ég taki mynd af þér í kvöld og noti hana. Hvort eigum við að gera það áður eða eftir að þú breytist?
Eva
Ertu hættur
að elska mig?
Ófeigur
Spurningin
er hvort þú sért enn þá þú.
Eva
Gildir
ekki sama um börnin?
Ófeigur
Vel á minnst, börnin.
Ætlarðu ekki einu sinni að vera hjá þeim í fyrsta sinn sem þau skipta um ham.
Eva
Mikið ertu bláeygður.
Heldurðu að ég hafi ekki undirbúið þau? Þau hafa tekið hamskiptum mörgum sinnum síðan ég beit þau þó þú hafir ekki orðið var
við það.
Ófeigur
Jæja ég
mátti svo sem vita það.
Eva
(Gengur að glugganum og opnar hann upp á gátt. Inn um hann koma þrír úlfar stökkvandi, þau Milla, Sasja og Sergei.
Á bakgrisju sjást skuggar þeirra sem úlfar en áhorfendur sjá þau sem mennsk. Eva segir urrandi) Gjöriði svo
vel. Gangið í bæinn
Ófeigur
Hver fjárinn.
Hvað stendur eiginlega til?
Eva
(Urrandi)Jæja það var mikið að þið komuð.
Milla
Ég var soldið sein með
matinn og svo átti ég eftir að vaska upp.
Eva
Hvar er
Vidars?
Milla
Úti í
garði að pissa
Sasja
Jæja,
Ertu búinn að bíta hann?
Ófeigur
Hvað eru
þeir að gelta. Skilurðu þetta urr.
Eva
Nei ég er ekki búinn
að bíta hann, finnið ekki hvað hann er hræddur. (Snýr sér að Ófeigi) Auðvitað
skil ég hvað þau eru að segja. Úlfa-gelt er alþjóðlegt og allstaðar eins.
Ófeigur
Hvað eru
þau að segja
Eva
Bara að
bjóða gott kvöld og svoleiðis.
Sergei
(Urrar) Ég héllt að þú ætlaðir að vera búin að þessu þegar við kæmum.
Eva
Ég var bara ekki komin
svo langt. Fariði bara upp í sjónvarpsherbergið og bíðið þar. Ég kem á eftir.
(Úlfarnir taka til fótanna og fara upp. Í þeim heyrist mikill gauragangur ýlfur og urr.)
Ófeigur
(Reiður, hleypur að stiganum og hrópar) Hvert eru þau að fara. Heyriði mig nú. Komið hérna til baka.
Eva
Þau ætla bara að vera
uppi. Við eigum eftir ýmsu ólokið hvort eða er.
Ófeigur
Nú hverju þá. Þú skalt
ekki halda að ég hafi einhverja list á rómantískum málsverði núna með húsið fullt af varúlfum.
Eva
Þú manst að ég lofaði
að láta þig vita ef til þess kæmi að ég ætlaði að bíta þig.
Ófeigur
Já og
er nú komið að því?
Eva
Já eins og staðan er
held ég að það sé orðið óumflýjanlegt. Þú ert greinilega búinn að láta óttann ná tökum á þér og farinn að undirbúa allskonar
varnir.(Lítur á sverðið) Ætlaðir þú að reka okkur í gegn með þessu sverði
eða hvað?
Ófeigur
Ég veit ekki alveg hvað
ég ætlaði, en mér fannst það bara ófært að sitja og bíða og hafast ekkert að.
Eva
Þér hefur
ekki dottið í hug að fara bara?
Ófeigur.
Fara! Fara hvert? Ég
á heima hérna og hér ætla ég að vera þrátt fyrir hlandlyktina allt í kring um húsið.
Mér dettur ekki í hug að láta flæma mig burtu ef það er það sem þið voruð að vonast til að mundi gerast.
Eva
Jæja við erum bara að
sóa tímanum. Þú verður fullkomnlega sáttur hvort eð er eftir að ég er búin að þessu.
Ófeigur
(Sprettur upp, tekur sverðið og bregður því fyrir sig) Já komdu
bara ef þú þorir. (Tekur skjöldin
líka og tekur sér stöðu fyrir framan gluggann. Ég sver að ef þú kemur nálægt mér mun ég ekki hika við að stinga þig.
Að baki honum án þess að Ófeigur verði hans var birtist Vidars í úlfsham og gnæfir yfir hann. Ófeigur skekur sverðið í átt að Evu.) Hva ætlarðu ekki að breytast,
stökkva á mig og bíta mig. Hver er það núna sem er hrædd? Ha?
Fjórði þáttur
Sviðið er stofa þeirra hjóna Evu og Ófeigs, 20 árum seinna. Flest er nánast eins og það var nema drungalegra
og ber merki um óhirðu. Þátturinn hefst með símtali sem heyrist yfir myrkvað sviðfyrir utan ljósglætu sem berst á milli stafs
og hurðar úr svefnherberginu.
(Sónn gefur til kynna að það hringi)
Jón
Halló.
Gunna
Sæll Jón,
þetta er Gunna.
Jón
Blessuð.
Gunna
Við þurfum
að hittast starx.
Jón
Nú, er
eitthvað að?
Gunna
Nei, ekki beint. En
Það er dáldið sem ég þarf að ræða við undir fjögur augu. Geturðu ekki hitt mig á Suðurveginum á eftir, svona um átta leitið.
Jón
Ég ætti
að geta komið því við. Sjáumst þá.
Gunna
Allt í
lagi. Sjáumst.
(Gunna kemur inn og kveikir ljós. Um leið er svefnherbergishurðinni hrundið að stöfum. Hún heldur á
innkaupa -poka og fer starx inn í eldhús, tekur upp úr honum og lagar kaffi. Hún lagar einnig glugggatjöldin opnar gluggann
og raular fyrir munni sér “ Blue Moon.” Skömmu seinna kemur Jón og opnar með eigin lykli)
Jón
Hæ, ertu
komin
Gunna
Já hæ,
ég er í eldhúsinu að laga kaffi.
Jón
Það er
svo dimmt hérna. Á ég ekki að kveikja fleiri ljós?
Gunna
Þú ræður
því.
Jón
(Gengur um og kveikir á fleiri lömpum gengur um íbúðina og hnusar út í loftið. Hann fær sér svo sæti við borðstofuborðið.
Gunna kemur inn með tvo rjúkandi kaffibolla, leggur þá á borðið, smellir kossi á kinn Jóns og sest svo gegn honum.) So,
syss, whats up?
Gunna
Það hringdi í mig maður í gær og bað mig að finna sig. Hann heitir Einar Oddson og er geðlæknir. Hann sagðist þurfa að
tala við mig um eitthvað sem snéri að mömmu og pabba. Ég hitti hann í morgunn á skrifstofu hans og hann sagði mér dálítið
sem mér finnst við þurfa að ræða aðeins.
Jón
Greinilega eitthvað
sem ekki mátti bíða.(Hugsi) Heyrðu, Einar Oddson. Eitthvað hljómar það
nú kunnuglega.
Gunna
Þú getur dæmt um það
sjálfur hvort þetta mátti bíða.(Tekur upp bréf) Þetta er afrit af bréfi
sem sem hann sagðist hafa fengið í hendur nýlega frá öðrum lækni sem lést fyrir stuttu. Sá hét Gylfi Guðmundsson. Hann sagði
að Gylfi hefði beðið um að bréfið yrði ekki afhent fyrr en eftir andlát sitt.
Jón
(Jón tekur bréfið og les upphátt.)
Kæri Einar.
Trúlega voru börnin
bitin. Linda Óskarsdóttir læknaritari, sagðist hafa séð umbúðir á upphandleggjum þeirra beggja sama dag og þau hjónin komu
að hitta okkur. Því miður hitti ég börnin aldrei sálfur og lét málið niður falla í kjölfar þeirra atburða sem urðu skömmu
seinna. Ég hef alltaf haft samviskubit yfir því að þessar upplýsingar komu aldrei fram en ég mat það svo þá að þær mundu aðeins
flækja málin. Ég vil samt að þú vitir þetta þó langt um sé liðið og engu verði héðan af breytt um það sem gerðist.
Með kveðju
Gylfi
Guðmundsson Læknir
PS. Ég áminnti Lindu
á sínum tíma um að segja ekki orð um þetta við neinn og það hefur hún ekki gert að því ég best veit.
GG.
(Þau horfa hvert á annað lengi án þess að segja orð. Jón leggur bréfið á borðið.) Á þessu aldrei að linna?
Gunna
Hann spurði mig hvort
ég hefði ör á handleggnum frá því ég var barn.
Jón
Og?
Gunna
Ég sagði honum satt.
Engin ör. Sýndi honum meira að segja á mér handleggina.
Jón
(Skellihlær) Nei engin ör. Ekki einu sinni eftir keisaraskurðinn.
Gunna
Ég svaraði bara því
sem hann spurði um.(Brosir) Hann spurði um mömmu og hvernig allt hefði
farið.
Jón
Er þetta nokkuð mál.
Getum við ekki reiknað með að hann láti þetta kjurt liggja eins og komið er?
Gunna
Hann sagðist hafa reynt
að hafa samband við þessa Lindu. En hún fluttist til Bandaríkjana fyrir nokkrum árum og hann hefur ekki náð að hafa upp á
henni.
Jón
Þetta er hvorki hér
né þar. Hvað ætlar hann svo sem að gera. Láta rannsaka málið upp á nýtt eða hvað?
Gunna
Það held ég að hann
geri aldrei. Mér fannst hann bara vera að þessu af persónulegum áhuga. Þú veist að þetta er sami maðurinn sem hefur skrifað
mikið um allskonar yfirnáttúruleg fyrirbæri undan farin ár.
Jón
Nú er þetta hann. Sá
sem fjallaði meðal annars um dýrbýtana á austfjörðum hér um árið. Sá var heldur betur way of. Tómt hjátrúarrugl um fingálkn,
skoffín og skuggabaldra.
Gunna
Þú ert
sem sagt alveg áhyggjulaus út af þessu?
Jón
Ég sé bara ekki hvernig
þetta skiptir nokkru máli núna. Ekki nema að þessi Linda dúkki allt í einu upp.
Gunna
Einmitt. Það greip mig
mjög undarleg tilfinning þegar hann fór að tala um a hann hefði reynt að hafa samband við hana. Augu hans urðu soldið kvikul.
Eiginlega fannst mér hann vera að ljúga.
Jón
Hvers
vegna ætti hann að vera að ljúga til um það?
Gunna
Ég veit
ekki. Kannski til að vernda hana.
Jón
Þú segir
nokkuð. (Stendur upp) Ég ætla að ræða við Sergei um þetta strax á morgunn.
Hann getur fundið út úr þessu á nóinu. Ef hún býr ekki í Bandaríkjunum verður þetta ekkert mál. (Brosir)
Gunna
(Stendur líka upp, gengur að Jóni og strýkur honum brosandi um hárið) Er veiðieðlið að koma upp í þér.
Það mætti halda að þér þyki þetta bara gaman.
Jón
(Tekur upp farsímann sinn og lítur á klukkuna, og leggur hann svo á borðið) Heyrðu höfum við ekki tíma?
Gunna
Meinarðu
hvort við eigum að fara upp.
(Jón brosir og kinkar kolli. Þau takast í hendur og hlaupa upp á loftið. Það heyrist að kveikt er á
Sjónvarpi og fljótlega berast af loftinu ýlfur og gól. Skömmu seinna opnast svefherbergishurðin og út kemur maður klæddur
í hringabrynju, með glófa og lokaðan hjálm. Hann heldur á sverði og skildi sem nú hefur verið málað á silfur sverð. Hann gengur
hægt að borðinu, tekur upp bréfið og les í hálfum hljóðum. Hann sér farsímann sem hann tekur svo upp og hringir og talar án
þess að lyfta hjálmgrímunni.
Ófeigur
(Rámri röddu) Gott kvöld. Geturðu gefið mér númerið hjá Einari Oddsyni Geðlækni.(Þögn) Geturðu gefið mér
það upp líka? (Þögn) Takk fyrir. (Hann
velur annað númer og býður) Gott kvöld. Er þetta Einar Oddsson Geðlæknir? (Þögn)
Afsakaðu að ég skuli vera trufla þig á þeesum tíma. Ég heiti Ófeigur Jónsson og ég vildi gjarnan hitta þig. Ég er
nýbúinn að lesa bréfið frá honum Gylfa.(Þögn) Ja, það væri betra ef þú
gætir komið til mín.(þögn) Ég bý enn á Suðurgötu 7. Geturðu komið hingað?(þögn) Nei nei, ekki í kvöld. Það mundi ekki henta.Á morgun væri í lagi.(Þögn) Því fyrr því betra. Fyrir hádegi væri best.(Þögn) Segjum það.þakka þér fyrir. Blessaður.(Ófeigur leggur
frá sér símann og bréfið, fer inn í eldhúsið og nær sér í kaffibolla sem hann fer svo með inn til sín.)
Fimmti þáttur
Gerist í stofunnni morguninn eftir. Dyrabjöllu er hringt og Ófeigur kemur út úr svefnherberginu klæddur
í fullann riddaraskrúða og fer til dyra. Hann er klæddur í riddaramussu utan yfir hringabrynjuna sem á er bróderað (málað)
sverð eins og er á skildinum. Hann opnar útidyrahurðina.
Einar
Ert þetta
þú Ófeigur.
Ófeigur
Sá
er maðurinn. Komdu inn, fljótur.(Þeir koma inn í stofuna og Einar tekur upp vasaklút
og bregður fyrir vit sér.)
Einar
Úff.
Ófeigur
Já, er
lyktin sterk.
Einar.
Þú verður að fyrirgefa,
en þetta er sú megnasta stækja sem ég hef bara fundið. Hvaðan kemur hún eiginlega.
Ófeigur
Ég er löngu hættur að
finna hana. En það er ekki að furða að bragð sé að. Þeir mýga út um allt hús í hvert sinn sem þeir koma hingað. Svo svara
ég í sömu mynt eftir að þeir eru farnir svo þeir haldi ekki að þetta sé alfarið orðið þeirra yfirráðasvæði.
Einar
Áttu við
að þú kastir af þér vatni hér í stofunni?
Ófeigur
Það er
það eina sem þeir skilja. Þetta eru dýr.
Einar
Koma þeir
hingað oft.
Ófeigur
Hvað heldurðu. Þetta
er enn aðal samkomustaðurinn. Þau Jón og Gunna voru meira að segja hérna í gærkvöldi þegar ég hringdi í þig. Ég notaði síman
hans Jóns á meðan þau fóru upp. Þau létu aftengja minn fyrir löngu.
Einar
Upp? Upp
hvert?
Ófeigur
Já, upp þarna. (Bendir á stigann) Upp í sjónvarpsholið.
Þar halda þeir sig aðallega þegar þeir eru í ham.
Einar
Má ég
kíkja?
Ófeigur
Gjörðu svo vel og verði
þér af því. Það eru ár og dagar síðan ég leit þarna upp síðast og þá var ekki frýnilegt um að litast.
Einar
(Fer upp stigann en kemur að vörmu spori niður aftur.) Ég á ekki eitt einasta orð. Hvers konar óargadýr
eru þetta eiginlega.
Ófeigur
Varúlfar. Við köllum
þau varúlfa minn kæri.(Gengur út að glugganum og kíkir út á milli gluggatjaldanna)
Trúirðu núna að ég hafi verið að segja satt?
Einar
Hvernig
getur þú búið við þetta?
Ófeigur
Hvað á ég að gera. Eftir
að þeir slepptu mér átti ég ekki í marga staði að venda eins og þú hlýtur að skilja. Svo ég fór bara heim og hér hef ég verið.
Einar
Og síðan
þá eru liðin 15, er það ekki.
Ófeigur
Rétt um
það bil.
Einar
Og hvað,
ferður aldrei út?
Ófeigur
Til hvers?
Einar
Eitthvað
hlýturðu að þurfa að borða.
Ófeigur
Þau sjá um það allt
fyrir mig. Borga það sem þarf að borga, koma með matinn. Þetta er allt í þeirra höndum.
Einar
Hverra?
Ófeigur
Barnanna
Einar
Hvað varð
um þau á meðan þú varst í burtu?
Ófeigur
Þau voru tekin í fóstur
af hyskinu sem bjó á neðri hæðinni. Þar vildu au vera.
Einar
Hafðir
þú ekkert um það að segja?
Ófeigur
Það stendur ekkert fyrir
þeim ef þau ætla sér eitthvað. Þeir halda hópinn hvað sem á gengur og hafa alltaf sitt fram. Blekkingarvefurinn er svo þétt
riðinn og ekki hjálpar að það trúir enginn neinu misjöfnu upp á þá. Þú mannst nú hvernig þú brást við þegar ég kom til ykkar
hér um árið.
Einar
Já satt segirðu. Það
er ekki langt síðan að ég fór í alvöru að gefa þessu sjéns. En hvað hyggistu fyrir?
Ófeigur
Hvað hyggist ég fyrir?
Er ekki spurningin, hvað hyggist þú fyrir að gera. Ég er búinn að verjast þeim einsamall í 20 ár. Búinn að missa fjölskylduna
og allt í klærnar á þessu pakki. Jafnvel þetta hús er ekki á mínu nafni lengur.
Einar
Ég gæti látið heilbryðisyfirvöld
vita af ástandinu hér inni. Það mundi koma einhverri hreyfingu á málið. Hver er skráður fyrir húsinu?
Ófeigur
Þessi
Sergei held ég. Hann tók við eftir að ég drap Vidars.
Einar
Tók hann
við hverju?
Ófeigur
Forystunni
í hópnum. Vidars var það áður.
Einar
En drapst þú Vidars?
Mig minnir að þau hafi bara fengið fáeinar skrámur.
Ófeigur
Þær skrámur voru veittar
með þessu.(Skekur sverðið) Þetta er veiki punkturinn hjá þeim. Það er úr
ekta silfri og kostaði sitt skal ég segja þér. Sem betur fer fundu þeir það aldrei. Þú veist að þeir þola ekki silfur. Ef
það kemst svo mikið sem í snertingu við blóðstreymi þeirra drepast þeir.
Einar
Hvernig var það, varstu
ekki undir neinu eftirliti eftir að þú komst út. Áttirðu ekki að mæta hjá neinum í viðtöl eða svoleiðis?
Ófeigur
Jú, eitthvað var nú
talað um það. En því var aldrei fylgt neitt eftir. Og það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom út var að henda pillunum í ruslatunnuna.
Einar
Einu hef ég samt verið
að velta fyrir mér sem ég skil ekki alveg. Hversvegna eru þau hættuleg?
Ófeigur
Hvað áttu
við? Þetta eru varúlfar. Óargadýr.
Einar
En hvaða
mein vinna þeir öðru fólki.
Ófeigur
Sérðu
ekki hvernig þau haga sér.
Einar
Tökum sem dæmi börnin
þín. Bæði í góðum stöðum og gildir þjóðfélagsþegnar. Alla vega á yfirborðinu. Hvað er það sem gerir þau svona hættuleg?
Ófeigur
Það er
enginn óhultur fyrir þeim. Þau, þau eru ekki mennsk.
Einar
En þau haga sér að mestu
leiti eins og þau séu mennsk. Hvað gera þau sem við sem erum almennsk gerum ekki?
Ófeigur
Varúlfar eru slóttugir.
Láta alla halda að þeir séu eins og við en eru það ekki. Sástu ekki hvernig var umhorfs uppi. Heldurðu að nokkur mennskur
maður mundi geta hafst þarna við tímunum saman eins og þau gera? Svo fara þeir í veiðiferðir bara til að geta drepið. Og verst
af öllu, þeir þurfa að bíta aðra menn til að viðhalda mennskum einkennum sínum.
Einar
En þeir
drepa ekki fólk er það?
Ófeigur
Drepa og drepa ekki.
Þeir eyðileggja líf þeirra sem þeir bíta. Þeir drepa það sem fólk og gera það að dýrum. Það er glæpur, er það ekki.
Einar
Nú er ég ekki lögfróður
maður, en það hlýtur að vera ólöglegt að breyta einhverjum svona án þess að sá sami vilji það.
Ófeigur
Einmitt.
Ekki spurðu þau börnin.
Einar
Gunna kom að finna mig
í gær. Hún sýndi mér handleggina og það voru engin ör að sjá.
Ófeigur
Það er ekkert að marka.
Vissurðu ekki að sár á varúlfum gróa án þess að skilja eftir sig ör.
Einar
Einmitt, nei ég vissi
það ekki.(Þögn) Viltu að ég hafi samband við heilbrygðiseftirlitið. Þeir
mundu geta gefið formlega skýrslu um ástandið hér á heimilinu og það mundi koma hreyfingu málin eins og ég sagði.
Ófeigur
Og mundi
verða til þess að ég yrði lokaður inni aftur,ekki satt?
Einar
Ég ætla að sjá hvað
ég get gert. Ég verð í sambandi fljótlega aftur.(Gengur fram í ganginn) Vetu
sæll.Ég hleypi sjálfum mér út.
Sjötti þáttur
Sviðið er heimili ófeigs. Verið er að tæma íbúðina af
húsgögnum og og þrífa hana. Vidars og Sergei bera út síðasta hlutinn sem er borðstofuborðið. Á miðju gólfi stendur riddarabúningur
Ófeigs sverð og skjöldur á statífi.
Jón
(Kemur niður stigann með fötu og kúst og þrifefni) Jæja,
þetta verður ekkert betra í bili. Er þetta þá ekki að verða tilbúið svo hægt sé að mála.(Gengur
svo að glugganum og opnar hann upp á gátt.) Við skulum skilja gluggann eftir opin til að ræsta betur út.
Gunna
(Kemur innan úr baðherberginu í gúmíhanskum og með soldið blóðuga tusku í hendi.) Baðherbergið er klárt.
Það verður að skipta um gólfefni þar er það ekki.
Jón
Þar og sjálfsagt á allri
íbúðinni. Það kaupir ekki nokkur maður íbúðina í þessu ástandi.
Gunna
Mamma,
eruð þið ekki að verða búnar?
Eva
(Eva og Milla koma út úr svefnherberginu og Eva þurkar af gólfinu um leið og hún stígur út úr því.Eva sem er með
hálsklút stendur upp og litast um) Komst þetta svo allt á kerruna?
Jón
Þetta var
nú ekki svo mikið þegar allt kom til alls. Ætli það sé ekki best að ég fari með þeim úr því að þessu er lokið hérna. Ætlaði
Einar ekki að vera kominn. (Fer)
Gunna
Hann hringdi
áðan og sagðist vera á leiðinni.
Eva
(Gengur að brynjunni sem er verulega áfallin með klútinn og byrjar að þurka af henni en Milla byrjar
að skúra borðstofuna.
Gunna
Hvað ertu
að gera mamma?
Eva
O svo sem ekki neitt.
Það verður meira en lítið verk að þrýfa þetta svo gott verði. (Strýkur brynjuna
ástúðlega) Hvað svo sem annað verður sagt um pabba þinn, var hann listasmiður.
Gunna
Hættu þessu. Einar vill
kannski bara hafa hana svona. Annars skil ég ekki hvers vegna hann vill endilega fá þetta til sín. Satt að segja finnst mér
það soldið spúkí.
Eva
Þið Jón féllust nú samt
á það. Hvað átti svo sem að gera við það annars?
Gunna
Já, það var annað hvort
það eða að farga því. Það hljóta samt að vera talverð verðmæti í þessu sverði. Er það raunverulega úr ekta silfri.
Eva
(Tekur upp sverðið og handfjatlar það) Pabbi þinn seldi bílinn sinn til að borga fyrir silfrið í því. (Leggur niður sverðið og trýkur sér um hálsinn) Nei, það er best að það fari.
(Milla er komin að þar sem þær mæðgur standa og fer inn í barnaherbergið með fötun án þess að klára
stofuna til að skúra það. Um leið er bankað og Gunna fer til dyra.)
Gunna
Já blessaður.
Einar
Fyrirgefðu hvað ég er
seinn. Umferðin var hreint ótrúleg. (Þau koma inn í stofuna) Komdu sæl.(Gengur að Evu og þau takast í hendur) Þú ert Eva ekki satt. Það er orðið
ansi langt síðan að við sáumst síðast.
Eva
Sæll Einar. (Brosir) 30 ár eða svo. Mig langar að þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir hann Ófeig. Þú reyndist honum
vel síðustu árin.
Einar
Það var nú frekar lítið
sem ég gat gert fyrir hann þegar allt kom til alls. Hann fór sínu fram hvað sem reynt var.
Gunna
Kemurðu þessu öllu í
bílinn. Statífið er soldið fyrirferðamikið og níðþungt.
Einar
Það verða
einhver ráð með það. Jæja, þið eruð aldeilis búin að taka til hendinni hérna. (Lítur
í kring um sig)
Gunna
Hvað ætlarðu
svo að gera við þetta.
Einar
Ég hafði
hugsað mér að láta smíða um þetta skáp heima hjá mér. Þetta er listasmíði. (Fjatlar
við hringabrynjuna)
Gunna
Þú ætlar
ekki að sjá hvort búningurinn passar þér.
Einar
(Hlær) ha, nei það held ég ekki. Samt er aldrei að vita. (Snýr
sér að Evu aftur) Eruð þið Vidars flutt aftur í bæinn?
Eva
Það má segja það. Vidars
seldi aldrei hæðina hérna niðri. Það má segja að við höfum haldið tvö heimili öll þessi ár þó við höfum sáralítið verið hér.
Samt vildi svo til að við vorum stödd hérna daginn sem Ófeigur skildi við.
Einar
Já,einmitt.
það var skrýtin tilviljun, ekki satt.
Eva
Ég veit það ekki. Stundum
velti ég því fyrir mér hvort hann hafi heyrt umganginn á neðri hæðinni og hreinlega ekki ráðið við það. Kannski sá hann okkur.
Einar
Þú mátt ekki láta sjálfsásökunina
ná tökum á þér. Ófeigur var mjög veikur maður. Það sést best á áverkunum sem veitti sjálfum sér.
Gunna
Viltu
að ég hjálpi þér með þetta út í bíl.
Einar
Þakka þér fyrir. Já
það er best að ég fari að drífa mig. En þér er velkomið Eva að leita til mín ef það er eitthvað sem ég get hjálpað þér með.
(Þau taka brynjuna og hjálminn og bera það út. Eva tekur upp skjöldinn eins og
hún ætli að hjálpa til en hættir svo við og starir á myndirnar innan á honum. Hún er enn í sömu stellingum þegar þau koma
inn aftur. Það er eins og hún ranki við sér þegar þau koma aftur og Einar tekur skjöldinn og sverðið) Jæa ég kveð
þá. Og þakka ykkur kærlega fyrir að eftirláta mér hertygin. Ég met það mikils.
Gunna
Gangi
þér vel. Vertu sæll.
Eva
Vert blessaður.
(Einar fer)
Gunna
Jæja eigum
við ekki bara að fara að tygja okkur. Milla klárar
hérna
og læsir.
Eva
Veistu, ég held að þessi
Einar sé ekki allur þar sem hann er séður.
Gunna
Já, fannstu
það líka?
Eva
(Þær fara fram í gang og klæðasig í kápur) Þegar hann fór að tala um áverkana stóð mér satt að segja ekki
á sama.
Gunna
(Hrópar) Bless Milla við erum farnar niður.
Milla (Svarar innan úr herberginu) Já bless. Við sjáumst á eftir.
(Smá stund líður uns Milla kemur út úr barnaherberginu. Hún er breytt í útliti með hár í andlitinu.
Hún skúrar í flýti restina af stofunni, fer inn í eldhús og gengur frá þvottadótinu. Þegar hún kem aftur er hún enn meira
breytt. Hún fer í kápu og setur á sig höfuðklút og stekkur út um gluggann)
Endir
Endir