Svanur Gísli Þorkelsson - Heimasíða

Uppskeruhátíð

HEIMASÍÐA
UM MIG
Áhugamál
Leikrit
Smásögur
LJÓÐ
Greinar
The Icelandic Conection
HAFÐU SAMBAND

29. apríl 2003

Uppskeruhátíð - leiklesið úr átta nýjum leikverkum

 

leiklist.jpg.jpg

Uppskeruhátíð leikritunarnámskeiðs Þjóðleikhússins verður haldin á Litla sviðinu kl. 20:00 næstkomandi miðvikudagskvöld, 30. apríl. Leiklesin verða brot úr leikritum eftir átta höfunda af leikritunarnámskeiði sem Þjóðleikhúsið hefur staðið fyrir í vetur undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur.

 

Einn liður í höfundastarfi Þjóðleikhússins er námskeiðshald fyrir höfunda sem hafa hug á að skrifa fyrir leikhús. Síðastliðið vor stóðu Þjóðleikhúsið og Endurmenntunarstofnun HÍ fyrir grunnnámskeiði í leikritun. Þátttakendum af námskeiðinu var boðið upp á framhaldsnámskeið í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Hlínar Agnarsdóttur síðastliðið haust og eftir áramót var þeim boðið upp á þriðja námskeiðið. Á námskeiðinu eru átta höfundar sem eru að vinna að leikritum í fullri lengd. Fyrir áramót voru verkin lesin og rædd undir stjórn kennara, en eftir áramót hefur höfundum gefist kostur á að vinna með leikurum Þjóðleikhússins að völdum atriðum úr verkunum.

 

Þjóðleikhúsið býður nú öllu áhugafólki um leiklist og eflingu íslenskrar leikritunar að kynna sér afrakstur námskeiðsins á uppskeruhátíð, þar sem leiklesin verða brot úr verkum höfundanna átta. Efnisútdrætti úr verkunum verður dreift til áhorfenda. Hlín Agnarsdóttir, kennari á námskeiðinu mun segja frá starfinu í vetur og Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins mun kynna höfundastarf leikhússins. Gefinn verður kostur á umræðum að leiklestrinum loknum.

 

Hlín Agnarsdóttir stýrir leiklestrinum en leikarar eru þau Halldóra Björnsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valdimar Örn Flygenring og Vigdís Gunnarsdóttir.

 

Höfundarnir átta eru þau Gunnhildur Hrólfsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Hrund Ólafsdóttir, Ólöf Ýrr Atladóttir, Páll Hersteinn, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Snorri Jósefsson og Svanur Gísli Þorkelsson. 

 

Leiklesturinn verður sem fyrr segir á Litla sviðinu miðvikudagskvöldið 30. apríl kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

leiklist3.jpg.jpg

Enter supporting content here